Spennusaga...!

Guðrúnhvít var að keyra til Akureyrar með lítinn hamstur sem hafði glatað einu auga. Hún geymdi hann í plastfötu en hafði sett sigti yfir fötuna og límt fast á, því ekki vildi hún að hamsturinn myndi deyja úr súrefnisskorti eða að hann myndi sleppa. Þegar að hún var að keyra niður Bakkaselsbrekkuna þá tók hún eftir gati á fötunni. Ó nei, hamsturinn hafði sloppið úr fötunni, hann náði að naga gat á fötuna með vígtönnunum. 
Guðrúnhvít stöðvaði eðalvagninn og fór að leita af hamstrinum, greyið litla örugglega skíthræddur. Þegar að Guðrúnhvít kíkir undir farþegasætið þá sér hún glitta í augað á hamstrinum og teygir sig í áttina að honum. Allt í einu tryllist hamsturinn og ræðst á Guðrúnuhvít og bítur hana, hefjast þá mikil slagsmál sem endar með því að Guðrúnhvít stekkur út úr bílnum og hleypur í átt að Akureyri og hamsturinn eltir hana. Hann hafði breyst í morðóðan hamstur sem ætlaði sér að drepa Guðrúnuhvít og borða hana í einum munnbita. Guðrúnhvít heyrir að hamsturinn eltir hana og ekki líður á löngu þegar að hún finnur að hann stekkur á hana og hamstrar hana í einum bita. Hann geymir hana síðan í sarp pokanum sínum. Hann ætlaði að gæða sér á henni seinna, fyrst vildi hann finna hana berjast um lifandi í sarp pokanum.
Guðrúnhvít kúrði í sarp pokanum í miklu slími og þrengslum, hún fann að best væri að vera í fósturstellingu þar sem plássið var ekki mikið. Hún óskaði sér heitt og innilega að fagri prinsinn kæmi á hvíta (gráa) hestinum og bjargaði sér frá geðveika hamstrinum..."hjááááálp...hjááálp"....en á meðan hún beið borðaði hún hnetur og fræ.
Eftir dágóða stund kemur prinsinn fagri á hvíta (gráa) hestinum, en þessi prins var ekki hávaxinn, hann var dvergur!! Hamsturinn var orðin stór og óhugnanlega eineygður og litli dvergurinn efaðist um að hann gæti sigrað hann. En þá heyrir fallegi prinsa dvergurinn í sinni heittelskuðu úr munni hamstursins og tekur til sinna ráða. "Ekki örvænta elsku Guðrúnhvít mín, ég kem og bjarga þér þó það verði mitt síðasta". Dvergurinn ræðst á hamsturinn eineygða. Hamsturinn tók dverginn og kastaði honum laaangt í burtu, aldrei hafði sést slíkt dvergakast. Þarna voru greinilega miklir kasthæfileikar á ferð. "waaaaaa" öskraði dvergurinn en hann dó ekki ráðalaus heldur rændi Fagrablak, því hann var betri reiðhestur en hvíti (grái) hesturinn, og tók sér rekavið í hönd og reið sem fastast í áttina að eineygða hamstrinum "Ég hræðist þig eigi" öskraði hugaði fagri prinsa dvergurinn og reið á stórglæsilegu tölti í átt að hamstrinum, sem var búin að fá sér lepp fyrir augað, leppurinn var fallegur, bleikur á lit með litlum pallíettum sem mynduðu hjarta.
Dvergurinn stöðvaðist sem snöggvast þegar hann sá leppann, hann var svo fallegur! en NEI! hann ætlaði að bjarga Guðrúnhvít, hann renndi hestinum á skeið (sem gekk illa því hann var svo lappastuttur) og reið í hringi í kringum hamsturinn, með rekaviðinn á lofti og öskraði 'I´m taller, I´m stronger I´m a DWAAARRF' og rak rekaviðinn inn í rassinn á eineygða hamstrinum því ekki vildi hann berja hann í hausinn þar sem Guðrúnhvít var þar inni.
Fyrst barðist hamsturinn um og reyndi að losna við rekaviðinn úr stjörnunni, en allt í einu hætti hann og lítur rólega á dverginn og tekur fallega bleika pallíettuleppann frá auganu og viti menn hann var kominn með augað sitt aftur. Hamsturinn henti leppnum á dverginn sem vafði sig inn í hann því honum fannst hann svo fallegur. Hamsturinn varð svo glaður yfir því að fá augað sitt aftur að hann stökk á dverginn kyssti hann og knúsaði og spýtti Guðrúnhvíti út úr sér eins og korktappa sem var frelsinu feginn.

Hamsturinn fór sína leið með rekaviðinn í sínum stað í stjörnunni, en af Guðrúnhvít og dvergnum er það að frétta að þau föðmuðust og kysstust ástarkossi... en bíddu.. dvergurinn fann eitthvað skrýtið... tennurnar voru eitthvað öðruvísi... hún brosti til hann og þá sá hann sér til mikillar skelfingar að hún hafði HAMSTRATENNUR!!!!
tatata tammm, framhald verður líklega ritað á næsta ári...(undirspil eins og í hræðilegri hrollvekju)....!
Höfundar af þessari frábæru spennusögur eru: Sigríður Ólafsdóttir og Guðrún Brynleifsdóttir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

ætli þið ekki að gefa þetta út fyrir jólin?

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 27.11.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir

He he aldrei að vita nema við gerum það, þetta er náttúrulega alveg einstök spennusaga...

Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 27.11.2008 kl. 18:32

3 Smámynd: Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir

Þið getið svo áritað í Skaffó

Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, 5.12.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband