Ótrúlegt en satt.....

Já, það hlaut að koma að því að Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir tæki sig á og bloggaði nokkur orð....Cool

Það er óhætt að segja að margt hafi breyst síðan síðast, nú er búin að fjölga í fjölskyldunni! Náði mér í stilltan og vel upp alinn sveitapilt, en hann heitir því fagra nafni Bjarni Jónasson. Reyndar er hann Mývetningur, en þegar ég bjó í Fnjóskadal á mínum yngri árum þá hét ég sjálfri mér því að ég myndi ALDREI eiga mann sem væri Mývetningur, þar sem þeir væru allra montnustu gerpin sem hægt væri að finna á Íslandi!! Þessi ákvörðun byggðist á því að ég keppti stundum í Víðavangshlaupi og horfði á þessa montrassa með vanþóknun... ha ha já yfirlýsingar eru yfirleitt það sem maður þarf að éta ofan í sig, ekki satt??

Annars get ég líka frætt ykkur um það að við eigum von á enn einum nýjum fjölskyldumeðlimi, jú jú mikið rétt....við erum að fara fá okkur kisu, hvað annað?? Wink

Nýjasta sportið í þessari nýju fjölskyldu er golf, Daníel og Brynjar hafa nú eignast golfsett, ægilega ánægðir, þeir fara í golfskóla á virkum dögum og það gengur mjög vel hjá þeim. Reyndar kallar golfkennarinn (Óli) Daníel "þrykkjarann" en drengurinn vill aðalega skjóta langt og hefur litla þolinmæði fyrir púttinu. Á meðan Brynjar getur dundað sér með pútterinn alsæll.

Sjálf fór ég á námskeið í golfi og hef lítið gert síðan þá, tíbískur íslendingur, eyði pening í eitthvað og geri síðan ekkert meira með það. Held svei mér þá að það hefði verið hagstæðara að kaupa fótanuddtæki! Hef þessa fínu afsökun núna, "sorry á ekki sett, get ekki spilað" Ef ég læt verða af því að kaupa sett þá verður áhugavert að sjá hvort ég haldi áfram með tíbískaíslendingasindromið s.s. að það fái að dúsa inn í geymslu og safna ryki.

Hafið það gott elskurnar mínar og guð blessi ykkurHalo

 

P.S.María mín, þú fyrirgefur sletturnar og málfæðinaShocking

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Ólöf Sigurðardóttir

Hahaha þú drepur mig með þessum tvímælum. Hélt fyrst að þú værir að tala um fósturson þegar þú varst að tala um unnusta þinn og síðan hélt ég að þú værir með barni. En nei það á bara að kvelja mann svona. Auðvitað færð þú þér golfsett, spígsporar um golfvellina og safnar tani. Svo tók ég ekkert svo mikið eftir stafsetningar og málfræðivillum hvað þá slettum ;).

María Ólöf Sigurðardóttir, 15.7.2009 kl. 22:52

2 Smámynd: María Ólöf Sigurðardóttir

Þó vildi ég segja að mér finnst yndislegt að þú sért farin að blogga aftur því ekkert þótti mér skemmtilegra en þegar ég rakst á bloggið þitt hér um árið. Því þú segir svo skemmtilega frá og ert svo litrík og skemmtileg ástin mín. Knús til þín og sakn sakn..

María Ólöf Sigurðardóttir, 17.7.2009 kl. 18:30

3 Smámynd: Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir

Æ þú ert svo mikil dúlla María mín, takk sömuleiðis. Fullt af sakni og knúsi...

Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 18.7.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband