Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Gefins hamstrar!

Frá fæðingu hamstraungana, hef ég eytt miklum tíma í að reyna komast að því hversu margir þeir eru. Talan hefur verið frekar breytileg, en í gær náði ég að telja þá alla og þetta eru átta helvítis kvikindi....já sæll, eigum við að ræða þetta eitthvað eða..?!?!!?

 Ef ykkur langar í hamstur eða hamstara þá endilega hafið samband og ég mun senda ykkur eitt helvíti í umslagi, merkt "Opnist varlega"

xxx


Skagafjarðarrall

Það var mjög gaman, hef sjaldan skemmt mér eins vel Wink Hitti fullt af áhugaverðu fólki, sem gaman var að tala við.......

Afsakið en ég er ekki að nenna að skrifa neitt að ráði í dag, er ennþá að jafna mig eftir helginaWhistling

 Knús knús


Bréf til vinkonu!

Ákvað að gefa ykkur innsýn inn í mitt líf, var að enda við að skrifa vinkonu minni bréf og hér kemur brot af því.........

....

Annars erum við komin með hamstur, sem er svo sem ekkert merkilegt, nema bara drengirnir þurftu að suða og suða til að fá hann, Dóri vildi ekki leifa þeim að eiga hamstur hjá sér. Þar er sko hundur og páfagaukur! Tveim dögum eftir að þeir voru búnir að versla kvikindið þá sendir Dóri mér sms „Hamsturinn er ófrísk“ Já sæll, ég var náttúrulega enganveginn tilbúin í að verða hamstraAMMA og nú er þetta kvikindi komið í hús búin að remba út úr sér nokkrum hamstradjöflum og ég bíð eftir því að þau drepist öll, hehe kærleikurinn alveg að drepa mig! Þessi kvikindi eru vakandi á nóttunni, mamman hleypur um allt búrið og litlu krílin láta heyra í sér. Hvers á ég að gjalda!;-)


Vel samið ljóð

HA HA

Hláturinn hann yljar mér
sama hvernig hann hljómar

Guðrún Bryneifs.
09.11.06

ÁTAK

já það hlaut að koma að því að litla stúlkan ætlar að taka sér tak...! Það er nú ekki hægt að semja ljóð um tölvuna sem neitaði að skrifa eða hvað?? Hvaða afsakanir hef ég? leti? já hugsanlega! Dreifbýlisvandi?? já það má segja það. Þar sem að háhraðatengingin er ekki komin í sveitina hefur það orsakað það að ég hef verið löt við að skrifa sögur, ljóð eða bölvað bull. En nú eru breyttir tímar..!! Þar sem að ég er nú flutt eina ferðina enn...já sæll!!

Heim að Hólum!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband