Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Fötin hans Binga og borg óttans!!!

Já það er ekki að spyrja að því margt að gerast í pólitíkinni þessa dagana...

Fyrst þegar að ég heyrði umfjöllun um fatakaup Binga þá flaug inn sú hugsun hvort að þetta sé nú ekki bara gott mál. Það hefði nú verið verra ef að Bingi hefði verið gabbaður....eins og keisarinn. Það hljóta allir að hafa lesið bókina vinsælu "Nýju fötin Keisarans" En þar er Keisarinn gabbaður verulega og sprangar um nakinn fyrir framan saklausan almúgann. Er það eitthvað sem við hefðum viljað sjá Binga gera? Nei, ég held ekki. Mér líkar bara vel við hann í fötum þó ég viti nú ekki neitt um Adamsklæði Binga. Þó svo að klæðin kosti sitt þá held ég að ímynd Binga farnist betur í  Herragarðsklæðum en Adamsklæðum!

 Nú svo er komin nýr borgarstjóri í borg óttans! Ég hika ekki við að skrifa borg óttans í þessu tilviki. Hvað er að gerast??? Oft hefur nú mikið gengið á í borginni en þetta er nú mikið fall...

Spá dagsins: Dagur mun verða aftur borgarstjóri áður en langt um líður, húrra, húrra, húrraaaa...Smile

 Vona að þið eigið náðugt kvöld elskurnar,

Knús og kossarJoyful


Hvað er að frétta í dag af stúlkunni með ljósa lubbann og falda frekjuskarðið??

 

Í fréttum er þetta helst, stúlkunni þykir afskaplega leiðinlegt að brjóta saman þvott, hvað þá að ganga frá honum inn í skáp. Næsta setning myndi ekkihljóma vel ef hún kæmi úr munni karlmanns "ég sakna Emmu meira en mest þegar að hrúgan af hreinum óbrotnum saman þvotti er orðin of mikil" Blush "Ja, hvað get ég sagt" segir stúlkan, "ég er remba"

Knús til þín Emma mín Tounge

 


Er þetta blogg ekki aðeins knúsulegra en hitt???

Hmm helvíti ánægð með þetta þema.....

OOOhhhh þetta er svooo erfitt!!!

Já áttaði mig á því áðan að það er aldur og ævi síðan ég bloggaði síðast, algjör skömm að þessu......er búin að skrifa svipað væl á hitt bloggið mitt knusi-knus.bloggar.is og nú veit ég ekkert hvað ég á að gera..............!!!!!!!!!

 Er sem sagt að reyna ákveða hvaða blogg ég ætla að nota...hmmmmm.........FootinMouth

En hvað um það dagurinn líður, og þetta er merkis dagur dagurinn í dag, ó já því hann Brynjar Már litli knúsukallinn minn á afmæli í dag, litlabarnið bara orðið sex ára....ég er að springa úr stolti. Við gáfum honum dúkkukerru í afmælisgjöf, ætlaði nú að hafa hana bleika en það var bara til blá. En Brynjar á sem sagt bangsa sem heitir Sunna og hann er voða duglegur að hugsa um hana, klæða hana í föt og svo er hann líka með litla vöggu sem hún sefur í.....

En jæja ég verð að halda áfram að vinna....

 Knús og kossar elskurnarHeart

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband