Ljóð í tilefni hversdagsleikans....
31.3.2010 | 15:55
FERÐATASKA MEÐ STJÖRNUM
Við búum hér á Íslandi, stórasta landinu
Við fólkið erum stór, falleg og sterk
Ég er stærri en dvergur og mús
Þú ert fallegri en blómálfur og sterkari en djús.
Jörðin er stærri en löndin öll, jörðin hefur hafið
hafið sem felur dularfull ókunnug lönd
Heimurinn og geimurinn eru báðir dimmir og bjartir, eins og Bjartmar og Sverrir Stormsker....
Geimurinn er í ferðatösku, sem dvergurinn heldur á
Við ferðumst í ferðatösku alla daga án þess að taka eftir því.
Dvergurinn ferðast með töskuna út um víðan völl.
Stjörnurnar og við fólkið erum þarna, lokuð inni
Stjörnurnar reyna stundum að brjótast út, þær vita meira en við.
Geimdvergurinn gætir þess að ferðataskan opnist ekki
Þegar stjörnurnar reyna að brjótast út þá detta þær eða hrapa
Þær hrapa til baka í dimmu ferðatöskunni og lenda mjúklega á botni töskunnar.
Hvað gerist er ferðataskan opnast?
Kannski verður bræla eða algjör sveitasæla.
Það skiptir ekki máli því núna erum við stór.
Við búum í stórasta landinu
Í ferðatösku með stjörnum, sem vita meira.
Höf.gb.
Lifið heil kæra fólk og fallegu stjörnur...!
Athugasemdir
Hahaha flott ljóð og djúpar "pælingar" kæri stjörnudvergur ;). Lifðu heil en ekki lokuð inni í ferðatösku.
María Ólöf Sigurðardóttir, 1.4.2010 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.