Myndir
25.11.2006 | 18:18
Jæja nú hef ég afrekað að setja nokkrar myndir inn á leynibloggið mitt, ekkert flokkað, allt í bland en þó einhverjar myndir. Var einmitt hugsað til geimverunnar sem lifir tvöföldu lífi (dvergbondgeimvera)og ákvað að deila minni stóru og miklu reynslu af köfun í myndformi!!! Góða skemmtun
Annars er nú ekkert merkilegt að frétta af mér...dreymdi reyndar draum í nótt...en árla morguns fletti ég í nýju draumaráðningarbókinni minni sem ég keypti á netinu um daginn...en þar var sagt að ég væri ekki að forgangsraða rétt og því gæti farið illa fyrir mér...hmmmm...gæti verið þessi frestunarárátta hjá mér í tengslum við próflestur og ritgerðasmíð!!!
Annars elskurnar njótið myndanna og hafið það náðugt í kveld.
Knús og kossar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.