Nú er brjálað að gera hjá mér og þegar þannig stendur á þarf maður náttúrulega að skrifa smá á bloggið sitt. Næstu helgi mun ég drekkja mér í vinnu á Landbúnaðarsýningu sem haldin er hér í Skagafirði. Er náttúrulega svo mikill bóndi í mér...hehe..! En ég hlakka bara til, þetta verður gaman, við bjóðum náttúrulega upp á smakk eins og í fyrra, en í ár verður boðið upp á hrátt hrossakjöt, Mozarellaost, kúmenost, Hvannasúpu og Spesíur, sem klikka ekki Joyful .....

Ég kemst því miður ekki á rall í Rvík, væri svooo til í að fara, en nú er komið að alvöru lífsins barnsfaðir minn er búin með sitt fæðingarorlof og er farinn út á sjó, þannig að það er ekkert mömmufrí lengur.... Sem er reyndar alveg ágætt, sakna drengjanna alveg hrikalega mikið...Errm      En til að sitja ekki heima og skæla yfir rallýmissi, þá ætla ég að skella mér á Vestfirði með drengina og Dóru frænku.

Ég missti mig gjörsamlega í gærkveldi, en ég og Sigga vinkona fórum að skjóta, með hagglaranum hennar Siggu. DJÖFULL VAR ÞAÐ GAMAN Cool Ég gæti alveg hugsað mér að fara í þetta sport...!

Það er alveg ótrúlega gaman að vera með þetta blessaða blogg, þó ég sé einstaklega löt að skrifa, þá fær maður stundum skilaboð sem fær mann til að brosa örlítið meira en vanalega.... Grin

Knús og kossar

P.S. Ef ykkur leiðist þá kíkið á Landbúnaðarsýninguna, það verður gaman og margt gott að borða t.d. heilgrillað naut á laugardagskvöldinu....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

já sæll, bara brakandi he he vona að ykkur heilsist vel hömstrum og öðru liði aldrei að vita hvað maður gerir? veit að þér á eftir að ganga vel að kynna Skagafjörð enda ertu atvinnudaðrari.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 13.8.2008 kl. 15:59

2 Smámynd: Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir

HAAA Hva meinaru...

Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 13.8.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband