Er það listgrein að velja sér kærasta?
28.8.2008 | 16:03
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér því sem góður maður sagði við mig fyrir ca tveimur árum "Guðrún, þú ert lélegur listamaður í að velja þér kærasta...." Já sæll takk fyrir það
Gæti það verið rétt? Það virðist vera eitthvað við þessa listgrein sem ég næ ekki að tileinka mér, að hafa trúnna á hvað ég er að gera, viðfangsefnið getur stundum verið óviðráðanlegt, kannski er ég bara of rörsýn á þessa listgrein, gæti verið að ég leifi ekki viðfangsefninu að fljóta eins og það vill, mótast af sjálfum sér og finna sínar hentugustu leiðir. Gæti verið að ég sé svona hrikalegur listamaður að ég sjái ekki tækifærin í því að sleppa tökunum og leifa viðfangsefninu að blómstra að sjálfum sér.... Eða vel ég bara alltaf vitlaust viðfangsefni, ég meina það hentar ekki öllum að mála með olíu, sumir vilja notast einungis við kol..........stundum þarf listamaðurinn að blanda saman litum til að ná fram því sem hann leitast eftir....getur maður nokkuð sleppt alveg tökunum og leift viðfangsefninu að fljóta, fá þá nokkuð allir lífsins litir að njóta sín?!?!
ÆÆÆ bara svona smá pæling, annars hef ég það bara gott í dag, átti frábæra helgi, fór á vestfirði með guttana og Dóru frænku, lenti í dekkjarævintýrum, hitti gamla og góða félaga og að sjálfsögðu hana Elísu dúllu og hennar fjölskyldu...
Aldrei að vita nema ég skrifi sögu um dekkjarævintýrið...
Athugasemdir
Það er afar auðvelt að velja sér kæarasta eða kærustu. Það er hins vegar listgrein, að velja sér tengdason.
Júlíus Valsson, 28.8.2008 kl. 16:06
Já það er nokkuð sem ég þarf líklega ekki að hafa áhyggjur af, þar sem ég á tvo gutta, annars er aldrei að vita hvað verður úr þeim...!
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 28.8.2008 kl. 16:09
Guðrún þú ert flottur listamaður og velur þér alltaf svo fallega steina, af hverju er þetta ekki jafn auðvelt hjá þér og með Steinana, ef þeir eru fallegir þá setur þú þá bara í vasann og heldur svo á þeim í lófa þínum og dáist af þeim, síðan raðarðu þeim í kring um fallegt kertaljós og lætur loga um ó komna tíð. En þar sem að ég er alveg vonlaus í því að tengjast öðru fólki (hleyp í burtu) þá veit ég eiginlega ekki hvað ég á að ráðleggja þér en hinsvegar er sonur minn búin að mæla með því að við byrjum samann honum langar svo í bræðurna
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 28.8.2008 kl. 16:36
Ég held að þetta komi listum ekkert við. held að þetta sé frekar spurning um rökhugsun og hreinar tilfinningar Og svo auðvitað að rækta þessar tilfinningar sem getur verið mjög snúið.
Gunnsi (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.