Þetta er snilld...rangstaða útskýrð fyrir konum...

Þú ert í skóbúð, önnur í röðinni að afgreiðsluborðinu. Í hillu fyrir aftan afgreiðslukonuna er skópar sem þú ÞARFT að eignast.

Konan á undan þér í röðinni hefur líka séð skóna og horfir á þá löngunaraugum. Báðar hafið þið gleymt veskinu ykkar heima.

Það væri argasti dónaskapur að ryðjast fyrir framan konuna á undan þér fyrst að þú ert ekki einu sinni með neina peninga til að borga fyrir skóna. Afgreiðslukonan bíður við borðið.

Vinkona þín er að máta skó inni í búðinni og sér í hvaða vandræðum þú ert. Hún býr sig undir að henda veskinu sínu til þín. Ef hún gerir það, getur þú gripið veskið, farið fram fyrir konuna á undan þér og keypt skóna.

Í neyð gæti vinkona þín hent veskinu og miðað fram fyrir konuna á undan þér og á meðan það er í loftinu getur þú farið fram fyrir konuna, gripið veskið og keypt skóna.

EN, þú verður alltaf að muna að þangað til að veskinu hefur verið kastað er algjörlega rangt fyrir þig að vera fyrir framan hina konuna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband