Hæ elskurnar

Ég er komin heim í fagra dalinn, búin að eyða tveim nóttum í ómenningunni og hafði nú gaman af...skelltum okkur á Ronju í dag, veit ekki hver lifði sig meira inn í sýninguna ég eða drengirnir Whistling 

Þið getið ekki trúað í hverju ég lenti fljótlega eftir að ég var búin að keyra í gegnum Blönduós á leiðinni til Rvík...jú jú fékk helvítis bláu ljósin á mig....var nú dálítið hissa því ég var nú ekkert svo langt yfir hámarkshraða. En þeir eru nú með þetta á hreinu ríku löggurnar á ósi, ég var tekin á 100 km hraðaAngry og löggu ....(bíííííbbb) sagði mér að nú væri búið að breyta reglunum og allir teknir sem fara yfir 99 km hraða .... þessar fréttir glöddu mitt litla hjarta alveg gríðalega eða þannig. En þegar ég heyri og sé svona smámunasamt fólk vefst mér bara tunga um tönn og þegar að hann spurði mig hvort ég vildi eitthvað tjá mig um þetta, sagði ég bara "sek" brosti stíflega (svona bros sem að allir sjá að maður meinar engan veginn) og fór yfir í fallegu bingókúluna mína þar sem tveir ormar biðu eftir mömmu sinni. Annars verð ég nú að segja að ég hlakka til að fá sektina, heyrði í fréttunum að lægsta gjald fyrri hraðastur væri frá 101 km- ??? km, fróðlegt verður að sjá hvort ós löggan taki mig í rassgatið og rukki mig!!!!

Langaði nú aðalega að kasta á ykkur kveðju og óska þér Ólafur til hamingju með afmæliðWizard...vona að þú haldir áfram að hrekkja fólk og segja okkur hinum frá því ..he he Wink

Knús knúúússs Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt kvitt og takk fyrir afmælisóskina

Ólafur fannberg, 4.12.2006 kl. 08:13

2 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

viltu að Ólafur sé ílla innrættur Ólafur hættu að hrekkja Það er ljótt skamm, hrekki sko aldreilygamerki á hæri litlu´tá.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 4.12.2006 kl. 13:37

3 Smámynd: Ólafur fannberg

ha hver ég sakleysið sjálft kannast ekkert við hrekkjuskap alveg saklaus

Ólafur fannberg, 6.12.2006 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband