Það er svo skrítið með ljóðið....
14.8.2009 | 20:56
Það er svo skrítið með ljóðið hvernig það kviknar og vaknar af draumi dagsins eða af straumum fólksins. Stundum hitti ég fólk sem kveikir í mér! Fólk sem ýtir á "play" takkann og ég hugsa í ljóðum, endalaust. Annað fólk ýtir á "stopp" takkann og tekur jafnvel spóluna út og fleygir henni út á tún, þá tekur það mig stundum dálítinn tíma að finna spóluna aftur. Stundum nenni ég ekki að leita, loka huganum og loka ljóðinu. Mér líður best þegar spólan er á "play" þó ljóðin hljómi misjafnlega þá fá þau samt að streyma og verða til, hvort sem þau fljóta í gegnum hugann eða festast á blaði.
Kemur það stundum fyrir þig að þig langi til að skrifa en veist ekki hvað það ætti að vera. Þegar ekkert sérstakt verður að fá að ritast á blað, með eða án lína?? Hvernig er það, þarf hugurinn stundum að fá að svífa um í engu sérstöku og kannski verða að einhverju sérstöku bara fyrir þér?? Það sem þú getur ekki útskýrt fyrir öðrum en þekkir, skilur eða veist svo vel.....
Lítið krækiberjalyng
Ég horfi í allar áttir, stíg mörg skref, fram og til baka, aftur á bak og áfram.
Ég stíg oft á krækiberjalyng, án þess að stoppa án þess að hika
veit ekki af safaríku berjunum og fallega lynginu
gleymi að líta niður og sjá á hverju ég stend og hvers ég ætti að njóta.
Athugasemdir
Æji hvað þetta var dásamleg og hugljúf færsla hjá þér Guðrún mín. Ekkert jafnast á við góða ljóðaumræðu svona í morgunsárið. Haltu endilega áfram að auðga hugann með ljóðum og líf okkar allra í leiðinni ;).
María Ólöf Sigurðardóttir, 24.8.2009 kl. 10:49
Þú ert svo mikið krútt María mín...sakn sakn..
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 26.8.2009 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.