Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór...

Suma daga langar mig til að skrifa eitthvað fyndið á bloggið en dettur bara ekkert í hug, hugur minn flakkar um í minningunum og reynir að sjá eitthvað skondið sem gæti orðið skemmtileg bloggsaga, en ekkert finnst og ekkert er ritað. Ákvað að láta ekki þetta húmorsleysi stoppa mig í þetta sinn....

Síðustu helgi dvaldi ég í Mývatnssveit með drengjunum mínum hjá fjölskyldunni hans Bjarna. Eitt kvöldið við matarborðið ákvað ég að spyrja drengina mína hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. Daníel kvaðst ekki vita það. En Brynjar leit beint í augun mín og sagði "auðvitað ætla ég að vera ég, sama hvað ég vinn við, þá ætla ég samt bara að vera ég" Það er óhætt að segja að ég hafi orðið smá kjaftstopp við þetta gáfulega svar hans. Að sjálfsögðu er þetta rétt hjá honum, maður á ekki að verða að starfi sínu eða frama, maður á bara að vera maður sjálfur. Einfalt en samt stundum svo flókið! Ég hálf skammaðist mín yfir því að hafa spurt þá þessarar spurningar. Af því lífið á að sjálfsögðu ekki að snúast um það hvað maður ætlar að verða þegar maður verður stór. Lífið snýst um hvað maður er í dag, ekki satt?

Lifið heil....



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Ólöf Sigurðardóttir

Haha æðislegt svar hjá honum. Við (mennirnir) erum alltaf að setja okkur í einhver mót eða form og skilgreina okkur eitthvað ákveðið. Eins þá er alltaf þráin eftir því að verða eitthvað meira eða betra svo ríkt í mannfólkinu. Börnin eru bara með þetta algjörlega á hreinu, hafa enn þetta saklausa, fallega viðhorf til lífsins. Minn ákvað í fyrra þá 9 ára að aldri að hann ætlaði að verða fornleifafræðingur því hann hefur gaman af miðöldum og varðveislu hluta (hihi hann er svolítið gamall í sér) á meðan hinn vill verða söngvari eða dansari. Það er gaman hvað þau eru ólík líka.. knús til þín.

María Ólöf Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 11:09

2 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Snillingur

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 22.9.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband