Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Er það listgrein að velja sér kærasta?
28.8.2008 | 16:03
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér því sem góður maður sagði við mig fyrir ca tveimur árum "Guðrún, þú ert lélegur listamaður í að velja þér kærasta...." Já sæll takk fyrir það
Gæti það verið rétt? Það virðist vera eitthvað við þessa listgrein sem ég næ ekki að tileinka mér, að hafa trúnna á hvað ég er að gera, viðfangsefnið getur stundum verið óviðráðanlegt, kannski er ég bara of rörsýn á þessa listgrein, gæti verið að ég leifi ekki viðfangsefninu að fljóta eins og það vill, mótast af sjálfum sér og finna sínar hentugustu leiðir. Gæti verið að ég sé svona hrikalegur listamaður að ég sjái ekki tækifærin í því að sleppa tökunum og leifa viðfangsefninu að blómstra að sjálfum sér.... Eða vel ég bara alltaf vitlaust viðfangsefni, ég meina það hentar ekki öllum að mála með olíu, sumir vilja notast einungis við kol..........stundum þarf listamaðurinn að blanda saman litum til að ná fram því sem hann leitast eftir....getur maður nokkuð sleppt alveg tökunum og leift viðfangsefninu að fljóta, fá þá nokkuð allir lífsins litir að njóta sín?!?!
ÆÆÆ bara svona smá pæling, annars hef ég það bara gott í dag, átti frábæra helgi, fór á vestfirði með guttana og Dóru frænku, lenti í dekkjarævintýrum, hitti gamla og góða félaga og að sjálfsögðu hana Elísu dúllu og hennar fjölskyldu...
Aldrei að vita nema ég skrifi sögu um dekkjarævintýrið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ef ykkur leiðist...
13.8.2008 | 16:07
þá er málið að skrá sig í þetta... http://www.new.facebook.com/profile.php?id=522963972
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
HÆ
13.8.2008 | 14:53
Nú er brjálað að gera hjá mér og þegar þannig stendur á þarf maður náttúrulega að skrifa smá á bloggið sitt. Næstu helgi mun ég drekkja mér í vinnu á Landbúnaðarsýningu sem haldin er hér í Skagafirði. Er náttúrulega svo mikill bóndi í mér...hehe..! En ég hlakka bara til, þetta verður gaman, við bjóðum náttúrulega upp á smakk eins og í fyrra, en í ár verður boðið upp á hrátt hrossakjöt, Mozarellaost, kúmenost, Hvannasúpu og Spesíur, sem klikka ekki .....
Ég kemst því miður ekki á rall í Rvík, væri svooo til í að fara, en nú er komið að alvöru lífsins barnsfaðir minn er búin með sitt fæðingarorlof og er farinn út á sjó, þannig að það er ekkert mömmufrí lengur.... Sem er reyndar alveg ágætt, sakna drengjanna alveg hrikalega mikið... En til að sitja ekki heima og skæla yfir rallýmissi, þá ætla ég að skella mér á Vestfirði með drengina og Dóru frænku.
Ég missti mig gjörsamlega í gærkveldi, en ég og Sigga vinkona fórum að skjóta, með hagglaranum hennar Siggu. DJÖFULL VAR ÞAÐ GAMAN Ég gæti alveg hugsað mér að fara í þetta sport...!
Það er alveg ótrúlega gaman að vera með þetta blessaða blogg, þó ég sé einstaklega löt að skrifa, þá fær maður stundum skilaboð sem fær mann til að brosa örlítið meira en vanalega....
Knús og kossar
P.S. Ef ykkur leiðist þá kíkið á Landbúnaðarsýninguna, það verður gaman og margt gott að borða t.d. heilgrillað naut á laugardagskvöldinu....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stjörnuspá dagsins, tekið með góðlátlegu leyfi mbl.is....
1.8.2008 | 09:57
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)