KK og konfektmolar!

Á þessum verstu krepputímum, höfum við vinkonurnar verið duglegar að hittast og ræða hin ýmsu mál og sötrað á ódýru hvítvíni eða rauðvíni. Við höfum rætt meðal annars um háralit, kröfurnar sem fylgja því að búa í Nátthaga 19, óþekk börn, karlmenn, mismunandi gerðir af konfektmolum og ....

Að sjálfsögðu hefur aðalumræðuefnið verið um karlmenn, hvað annað!! Vinkona mín benti mér á að karlmenn væru eins og konfektmolar, maður ætti að smakka þá alla, skila þeim sem bragðast illa og njóta þeirra sem bragðast vel....

Þetta er ágætis pæling, því þá hlýtur maður að vita eftir smökkunina hverskonar konfektmola maður vill.... spurning hvort konfektkassinn sé eins girnilegur eftir að maður er búin að smakka alla molana og jafnvel skilið suma eftir með tannaför og slefi...það er ekki girnilegur konfektkassi verð ég nú að segja....

En konfekt er nú samt alveg hrikalega gott InLove

 Eigið góðan dag.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

já sumum molum hefur maður svo sannarlega spýtt út úr sér og er með óbragð í munninum lengi á eftir en aðrir molar smakkast svo vel allt of vel að manni langar endalaust í annan, og þú Guðrún ert nú ein af mínum uppáhalds molum mmm þú ert þessi með massipaninu sem að mér finnst svo góður grawrrrrrrr ég kem og bít þig, en mér langar að búa með ykkur stelpunum í Nátthaga 19, bið að heilsa Siggu og Ernu og hvenær verður innflutningspartíið sem að mér var lofað þar sem við skröllum all hressilega, annars er ég að spá í að kíkja á þig í vikunni eða um helgina.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 1.9.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir

já endilega kíktu á okkur, er reyndar að fara suður í kvöld kem heim á fimmtudaginn...

Innflutningapartýið verður síðustu helgina í sept...ball og gleði

Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 2.9.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

KLUKK

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 10.9.2008 kl. 21:00

4 identicon

Hey ég var að klukka þig og ég sé að það er nýbúið að gera það, nú er pressa á þér.

Páll Guðmundur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband