Eru ferðalög skemmtileg?

Nú er prófið löngu búið sem ég var að lesa fyrir um daginn.......það gekk svona skítlega!!! Nú er ég enn og aftur haldin mikilli frestunaráráttu...því senn líður aftur að prófi í þessum skemmtilega fagi!!! Ég skellti mér til Hríseyjar á laugardaginn sem var frábært, elska Hrísey, en við vorum að taka viðtal við hin eyjaskegginn!!! Eftir dásamlega ferð í Hrísey skelltum við okkur til Akureyrar á Greifann þar sem við gæddum okkur á mjög góðum borgurum.

Leiðin heim í Skagafjörð var því miður ekki skemmtileg, því konan á bingókúlunni fékk illt í magan. Nú voru góð ráð dýr, hvað átti kella að gera, planið var að stoppa á Hálsi og misnota klósettið þar en nei nei heimreiðin var ómokuð og engin bíll fyrir utan, þó virtist vera ljósglæta í húsinu en ökumaður bifreiðarinnar var ekki tilbúin til að taka þá áhættu. Nú var að duga eða drepast, best að halda í sér í ca klukkustund.....!!!! Það var ekki samþykkt af miklum þrýstingi þar neðra!!!! Á skiltinu hjá Þelamörk stóð LOGN -15 en þessar upplýsingar stóðu fastar í minniskubb konunar á bingókúlunni, en þrátt fyrir það varð þrýstingurinn og verkirnir ennþá meiri og stjarnan var farinn að kvarta, þó að hún sé nú mjög öflug og sterk þá var þetta eitthvað sem að hún var ekki að höndla. Ökumaður bifreiðarinnar fann ákjósanlegan stað til að stoppa og þar skreið konan út sveitt af magakvölum, og skreið bak við hól þar sem losað var um þennan mikla þrýsting. Mikil fagnaðarlæti áttu sér stað neðra!!!!! Þegar að fagnaðarlátunum lægði, var hreinsað til á partý staðnum og haldið til bifreiðarinnar. Eftir að ökumaðurinn hafði ekið í ca 3 mín. Hófust kvalirnar aftur hjá saklausu konunni, jú mikið rétt þar þurfti að stoppa aftur og konan hljóp bak við hól, en það varð víst ein ragetta eftir, stór bomba..!!! En það sem gerst hefur er að ragettan fraus þegar að hún var á leiðinni að springa í fyrra skiptið því það vantaði ekki frostið þarna á heiðinni. En eftir þessa bombu gekk keyrslan vel og þrýstingurinn lét ekki sjá sig það sem eftir var að kvöldinu.

Vonandi varð ykkur ekki meint af elskurnar mínar ég minni á hitt bloggið mitt sem ég er aðeins virkari á, þetta er svona leyni bloggið mitt, það er bara gáfað fólk sem finnur þetta bloggCool

http://knusi-knus.bloggar.is

Hafið það annars bara gott elskurnar,

Knús og kossar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

fann þig ferðalög eru oftastnær skemmtileg

Ólafur fannberg, 20.11.2006 kl. 19:58

2 Smámynd: Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir

he he já það er alveg rétt hjá þér....stundum verða þau hálfgert ævintýri

Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 20.11.2006 kl. 20:11

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 20.11.2006 kl. 20:25

4 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

óheyranlega skemmtileg saga það er ekki laust við að ég þurfi á klósettið he he, er enn að hlæja, voru hi hi, er enn að hlæja haha þetta þú og Sigga  sé ykkur fyrir mér

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 21.11.2006 kl. 10:25

5 Smámynd: Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir

Sko reyndar voru þetta ekki við Sigga...ég og Eyrún!!!

Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 21.11.2006 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband