Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

P.S.

Bara svona til að engin misskilingur eða kjaftasaga komist á kreik þá er hann Heimir sæti engin sem að ég þekki persónulega....heldur piltur sem kannski bekkjarfélagar mínir viti fyrir víst hver er..

 hi hi hi Cool


Nú er málið að plana vel fram í tímann....skipulagning er af hinu góða!!!

En planið er að vera hjá Sillu systur um áramótin, fara suður fyrstu helgina á komandi ári eða 2007 var alltaf að hugsa um 2008 hoppaði yfir BARA eitt ár. Önnur helgin á árinu er plönuð í flutninga en litli bróðir er að flytja í menninguna og þriðja helgin er áætluð leikhúsferð í Þingeyjarsýslu....kannski hitti ég Heimi sæta.....aldrei að vita...!!!! Fjórða helgin er áætluð til skíðaiðkunnar ef snjór verður komin á klakann en annars til lærdóms Gasp

Knús og kossar til ykkar elskurnar mínar InLove


babbarabbabbbaaaa

Gleðileg jól kæru leynibloggarar og knúsufólk,

Ég hef það bara þokkalegt svona yfir hátíðarnar, er reyndar smá einmanna þar sem að drengirnir mínir eru hjá pabba sínum Crying En reyni að vera dugleg að knúsa fólkið sem stendur mér næst InLove gefa ást og hlýju því þá líður manni alltaf betur Halo he he ægileg dramadrottning Kissing

Ætla að skella mér til Emmu minnar á morgun á Akureyri, aldrei að vita nema maður skelli sér á skíði 27 og 28 EF að skíðasvæðið verður opið og veðrið verður gott Cool

Jólaknús og kossar til ykkar allra Heart


próf eftir70 min...

þá er komið að því, síðasta prófið...er búin að læra geðveikt mikið...he he byrjaði í gær!! rosa dugleg stelpa Whistling 

Síðan mun ég bruna á aðalstaðinn á landinu Sauðárkrók og láta skoða augað mitt eina ferðina enn, en það var tekin stroka um daginn og hún týndist!!! Þannig að nú verð ég að fara aftur Frown En þýðir lítið að vorkenna sér yfir því, er nú að fara til London á morgun LoL ég hlakka til Tounge

Hafið það gott elskurnar mínar

Knús og kossar Kissing


mánudagur til mæðu

Laugardagskvöldið var bara frábært, voða gaman Wink en lítið um rauðvínssull það var eiginlega meiri ástríða í gangi. Set inn nokkrar pick-up línur hér til gamans InLove

Hæ ertu með síma í töskunni, má ég fá hann?? (settu inn númer og nafn og skrifaðu sæti eða sæta)

Viltu franskar??

Má ég prufa húfuna þína??

Þú ert einstök!!

Ef að einhver væri í sjálfsmorðshugleiðingum og þú kæmir til hans og brostir þá myndi hann hætta við!!!

Þú ert sæt!!!

Þú ert ekki óheppin í framan!!!

Uppá hvaða fótboltalið heldur þú?? Viltu horfa með mér á leik í fyrramálið??

Vonandi eigið þið góðan dag knúsurnar mínar, er sjálf að fara í próf á eftir, knús og kossar Kissing


litum snjóinn rauðan

Jæja Emma mín, nú er ég að fara að leggja af stað til þín með rauðvínsflösku og ástríðu (passoa) InLove ég hlakka voða til að fá að knúsa þig svona "live" ekki bloggknús þó að þau séu nú ágæt Joyful

Ólafur þú færð bara eitt stórt bloggknús í staðin Wink

Knús líka þeirra sem eru að njósna!!!! (það má sko ekki skilja útundan)


Spennufall

nú er prófið búið og ég vona að ég hafi náð þessu, annars er aldrei að vita þegar tölur eru í dæminu þarf ekki nema að slá einu sinni inn vitlaust og þá er komin villa GetLost En hvað um það er mjög bjartsýn tel að ég nái 4.8 eða hér um bil 5 Wink

Annars er ég nú að spá í að kúra í klukkutíma og fara síðan á fullt að gera allt hreint og fínt í litlu agnarsmáu íbúðinni, var búin að lofa drengjunum að skreyta í dag. Kannski kemst ég í smá jólaskap, nú snjóar mikið úti ekta jólasnjór...Wizard (jólasveinabroskall)

Knús knús til ykkar ALLRA Cool


peningar peningar peningar

Það var nú eitt sem ég gleymdi að segja ykkur en ég fékk rukkun í póstinum í gær frá innheimtustöð sekta og sakarkostnaðar...heilar 3.750 krónur Pinch sem gætu orðið 5.000 krónur ef ég greiddi ekki sektina fyrir 3. janúar 2007.

Greiddi þessa blessuðu sekt strax þar sem ég á það til að vera smá gleymin Whistling


hmmm

Knús líka til Ólafs Tounge

Prófprófprófpróf

Nú fer að koma að síðasta prófinu í rannsóknaraðferðum (vonandi!!). Ég hlakka svooo til síðan eru bara tvö próf í næstu viku og mun ég fagna því á Akureyri um helgina Wink Það hafa verið að koma inn tölur úr verkefnum, en ég stend svona misjafnlega í stigum frá 6.5-9 tel ég þetta vera hin sæmilegi árangur, miðað við mikla leti á líðandi önn. Á sjálf ekki orð yfir því hvað ég leifði frestunaráráttunni að stjórna för í vetur Errm Talandi um frestunaráráttu, en í staðin fyrir að eyða deginum í að læra undir prófið á morgun (tölfræði) þá skellti ég mér til Akureyrar í aflubbun...Cool 

En nú er komin tími til að kúra svo ég verði voða morgunglöð, syngjandi og trallandi (eins og alltaf) he he Sleeping

Knús og kossar og Emma mín takk enn og aftur fyrir kaffið InLove


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband