Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Spennusaga...!
27.11.2008 | 15:06
Hamsturinn fór sína leið með rekaviðinn í sínum stað í stjörnunni, en af Guðrúnhvít og dvergnum er það að frétta að þau föðmuðust og kysstust ástarkossi... en bíddu.. dvergurinn fann eitthvað skrýtið... tennurnar voru eitthvað öðruvísi... hún brosti til hann og þá sá hann sér til mikillar skelfingar að hún hafði HAMSTRATENNUR!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Penninn sem neitaði að skrifa
27.11.2008 | 13:45
Hann var yfirfullur af bleki en neitaði að skrifa.
Ætli hann hafi vitað hvað ég vildi segja?
Ég krotaði fast og lengi en blekið sat sem fastast
þrjóskaðist við sama hvað ég reyndi,
storknað inn í forminu.
Penninn glataði hlutverki sínu þrátt fyrir að vera yfirfullur af bleki.
Höf.gob
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klukk
24.11.2008 | 23:14
Ég fékk "klukk" frá Palla óheppna frá Bolungarvík.......á víst að svara einhverjum spurningum....sjáum nú til hvernig það gengur...
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Leiðbeinandi hjá Leikskólanum Brúsabæ, Rækjuvinnslan á Bolungarvík (pillari, pakkari,prakkari og gæðagúrú), ræstitæknir á ýmsum stöðum og Verkefnastjóri hjá Sveitarf.Skagafj.
Fjórar bíómyndir sem eru í uppáhaldi:
Mýrin, Maður eins og ég, Englar alheimsins og Bíódagar...íslenskt já takk :-)
Fjórir sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:
Trúðurinn, Út og suður og ........
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Vestnes í Noregi, Bolungarvík, Reykjavík, Akureyri, Höfn og Skín við sólu Skagafjörður...
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Hvað er frí? Þegar ég er ekki heima hjá mér! Gisti eina nótt á öðrum stað? Fer í langt sumarfrí? hmmm Alltaf gott að fara til Akureyrar...;-)
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
www.skagafjordur.is , www.skagafjordur.com , www.mbl.is og www.feykir.is
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Skagfirskt kjöt, Skagfirski Sveitabitinn, Brauðið frá Sauðárkróksbakarí og bara allt sem er Skagfirskt....
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Hver er tilgangurinn, að lesa bækur oft....?
Fjórir bloggar sem ég ætla að klukka
Veit það nú ekki ennþá
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Akureyri
Akureyri
Akureyri
Með dvergunum sjö
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)