Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Eru kökur nammi?
18.7.2009 | 17:28
Í dag er laugardagur, NAMMIDAGUR! Ég hef eitt mikilli orku í að rökræða við heitmann minn um hvort það sé réttlætanlegt að fara út í búð og versla inn heilan helling af nammi. Sjáið þið til við vorum á þvælingi í gær og enduðum í kaffi hjá mömmu gömlu, hún gaf okkur fullt af kökum með kaffinu, sem voru svona sæmilegar á bragðið. Þær voru s.s. ekki frá Sauðárkróksbakarí og ekki heldur heimabakaðar. Þetta voru sykursætar kökur úr Eyjafirði og þar að leiðandi sæmilegar!
En s.s. ég sagði við sykursnáðan minn "Það er svo langt síðan ég hef keypt nammi, mig langar að fara í dag og kaupa fullt fullt af nammi", "Nei Guðrún mín, þú fékkst kökur í gær, kökur eru nammi og við kaupum því ekkert nammi í dag" WHAT!! Hei á þetta að vera enn eitt spaugið, auðvitað eru kökur ekki nammi, ég meina þó að það sé sykur í þeim, þá er það bara alls ekki það sama. Nammi er svona meiri sykur og meiri lakkrís og meiri karamella og meira súkkulaði.....
Reyndar plataði ég elskuna í bakaríið áðan (Sauðárkróksbakarí) þar sem hann splæsti á mig einhverskonar samloku með kjúkling, beikon, grænmeti og sósu. Að sjálfsögðu notfærði ég mér hvolpaaugun, hallaði höfðinu aðeins til hægri og blikkaði augunum sakleysislega, bað samt ekki um neitt en hann horfði á mig og spurði hvort mig langaði í eitthvað fleira og að sjálfsögðu fékk ég mér kökubita, keypti tvo bita sem ég skipti á milli okkar, einn var svona með kryddbragði og karamellukremi hinn var með brúnum botni, bananamauki og súkkulaði kremi. ÞETTA VAR GEÐVEIKT GOTT
Samt sem áður hef ég ekki gefist upp varðandi það að kökur séu nammi, kökur eru bara kökur, nammi er nammi....Ég meina er hægt að segja að nammi sé kökur? Eða kökur eru nammi?? Uuuuuu leif mér að hugsa......NEI það er bara ekki hægt að segja það... og hana nú...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótrúlegt en satt.....
13.7.2009 | 15:01
Já, það hlaut að koma að því að Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir tæki sig á og bloggaði nokkur orð....
Það er óhætt að segja að margt hafi breyst síðan síðast, nú er búin að fjölga í fjölskyldunni! Náði mér í stilltan og vel upp alinn sveitapilt, en hann heitir því fagra nafni Bjarni Jónasson. Reyndar er hann Mývetningur, en þegar ég bjó í Fnjóskadal á mínum yngri árum þá hét ég sjálfri mér því að ég myndi ALDREI eiga mann sem væri Mývetningur, þar sem þeir væru allra montnustu gerpin sem hægt væri að finna á Íslandi!! Þessi ákvörðun byggðist á því að ég keppti stundum í Víðavangshlaupi og horfði á þessa montrassa með vanþóknun... ha ha já yfirlýsingar eru yfirleitt það sem maður þarf að éta ofan í sig, ekki satt??
Annars get ég líka frætt ykkur um það að við eigum von á enn einum nýjum fjölskyldumeðlimi, jú jú mikið rétt....við erum að fara fá okkur kisu, hvað annað??
Nýjasta sportið í þessari nýju fjölskyldu er golf, Daníel og Brynjar hafa nú eignast golfsett, ægilega ánægðir, þeir fara í golfskóla á virkum dögum og það gengur mjög vel hjá þeim. Reyndar kallar golfkennarinn (Óli) Daníel "þrykkjarann" en drengurinn vill aðalega skjóta langt og hefur litla þolinmæði fyrir púttinu. Á meðan Brynjar getur dundað sér með pútterinn alsæll.
Sjálf fór ég á námskeið í golfi og hef lítið gert síðan þá, tíbískur íslendingur, eyði pening í eitthvað og geri síðan ekkert meira með það. Held svei mér þá að það hefði verið hagstæðara að kaupa fótanuddtæki! Hef þessa fínu afsökun núna, "sorry á ekki sett, get ekki spilað" Ef ég læt verða af því að kaupa sett þá verður áhugavert að sjá hvort ég haldi áfram með tíbískaíslendingasindromið s.s. að það fái að dúsa inn í geymslu og safna ryki.
Hafið það gott elskurnar mínar og guð blessi ykkur
P.S.María mín, þú fyrirgefur sletturnar og málfæðina
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)