Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

BÚÚ!!!

Eftir að hafa lesið blogg hjá ónefndum stríðnispúka um hrekkjasögur og kvikindisskap þá fór ég að velta því fyrir mér hvort að ég væri nokkuð hrekkjusvín Devil Komst að því að ég er mjög saklaus í þessum málum þar sem að ég mundi bara eftir einu atviki, sem ég ætla að deila með ykkur.

Þetta átti sér stað í sumar þegar að ég, Emma og fleiri vorum að vinna hjá Ferðaþjónustunni að Hólum. En é, Emma og stúlka sem ber nafnið Ásdís skellum okkur á tónleika í Hólakirkju eitt kvöldið, en eftir að við vorum búnar að sitja í klukkustund og hlusta á óperusöng, fórum við á Veitingastaðinn Undir Byrðunni (sem er staðsettur á Hólum). Ásdís og Emma svolgruðu í sig þurru rauðvíni eða einhverju öðru áfengu (man þetta nú ekki alveg). Ég hins vegar fékk mér kók light sem mér þótti þá alveg afspyrnu góður drykkur, þjóninn ægilegi settist hjá okkur í smá stund ásamt fleirum og hófust miklar samræður um stjörnumerki og fleira gáfulegt. Allt í einu lítur ægilegi þjóninn á mig og segir "veistu hvað þú ert að drekka?" ég ansa því játandi að þetta sé kók light, "veistu hvað er í kók light" og ég taldi mig nú vita það koffín og óhollusta. En þarna gleymdi ég einum mikilvægum hlut eða efni sem heitir "Aspartan" en það er sætuefni sem leggst á æðakerfið í líkamanum og ble bble ble bleeee....ég fékk sem sagt þvílíka fyrirlesturinn yfir mig.

Daginn eftir þegar að ég er í vinnunni mætir ægilegi þjónnin í vinnuna frekar slappur og þunnur á að líta og ég bíð honum Svala þar sem að ég kenndi svo í brjós um hann. Í sakleysi sínu horfir hann á mig og segir "Guðrún, en hvað þú ert góðhjörtuð að bjóða mér þennan drykk" Ég brosi fallega og halla höfðinu örlítið til hægri og blikka augunum sakleysislega "já ég sá að þú varst eitthvað hálf slappur"Halo

Eftir fimm mínútur kemur ægilegi þjónnin askvaðandi og segir "Guðrún, veistu hvað þú varst að bjóða mér?" Ég glotti örlítið og segi sakleysislega "ha neeeei"  "Guðrún, þetta er sykurskertur Svali og hvaða efni er í öllum sykurskertum vörum, jú aspartan, lærðir þú ekkert af því sem ég sagði við þig í gær" Við þessi orð gat ég ekki annað en sprungið úr hlátri og hló og hló og hló, og benti honum á dagssetninguna á Svalanum en hann rann út í fyrra...það var minn hrekkur að gefa honum útrunnin Svala en að hann væri sykurskertur var svona plús sem ég fattaði ekki fyrr en ægilegi þjónnin fór að röfla í mér með hálf tóman Svaladrykk í hendinni.

Veit ekki fyrir víst hvort að hann sé búin að fyrirgefa mér þennan hrekk en hann spurði mig hvað ég gerði eiginlega við óvini mína ef ég kæmi svona fram við vini mína Smile Veit heldur ekki hvort að það hafi verið hrekkurinn sjálfur sem að honum sárnaði mest yfir eða það hvað ég hló lengi að þessum hrekk. Auk þess reyndi ég að gabba kokkana í eldhúsinu en þeir voru fljótir að líta á dagssetninguna, einn sagðist reyndar hafa séð púkaglampa í augunum á mér....Whistling

 Þetta var sem sagt sagan af mínum eina hrekk í gegnum fjölda mörg árin sem ég hef lifað Halo

Knús knús Cool


Hæ elskurnar

Ég er komin heim í fagra dalinn, búin að eyða tveim nóttum í ómenningunni og hafði nú gaman af...skelltum okkur á Ronju í dag, veit ekki hver lifði sig meira inn í sýninguna ég eða drengirnir Whistling 

Þið getið ekki trúað í hverju ég lenti fljótlega eftir að ég var búin að keyra í gegnum Blönduós á leiðinni til Rvík...jú jú fékk helvítis bláu ljósin á mig....var nú dálítið hissa því ég var nú ekkert svo langt yfir hámarkshraða. En þeir eru nú með þetta á hreinu ríku löggurnar á ósi, ég var tekin á 100 km hraðaAngry og löggu ....(bíííííbbb) sagði mér að nú væri búið að breyta reglunum og allir teknir sem fara yfir 99 km hraða .... þessar fréttir glöddu mitt litla hjarta alveg gríðalega eða þannig. En þegar ég heyri og sé svona smámunasamt fólk vefst mér bara tunga um tönn og þegar að hann spurði mig hvort ég vildi eitthvað tjá mig um þetta, sagði ég bara "sek" brosti stíflega (svona bros sem að allir sjá að maður meinar engan veginn) og fór yfir í fallegu bingókúluna mína þar sem tveir ormar biðu eftir mömmu sinni. Annars verð ég nú að segja að ég hlakka til að fá sektina, heyrði í fréttunum að lægsta gjald fyrri hraðastur væri frá 101 km- ??? km, fróðlegt verður að sjá hvort ós löggan taki mig í rassgatið og rukki mig!!!!

Langaði nú aðalega að kasta á ykkur kveðju og óska þér Ólafur til hamingju með afmæliðWizard...vona að þú haldir áfram að hrekkja fólk og segja okkur hinum frá því ..he he Wink

Knús knúúússs Cool


Uuuuuu veit ekki hmmm haaaa

Jæja elsku leynibloggfélagar og gáfaða fólK,

Nú er konan á bingókúlunni komin í gírinn að læra læra læra rosa gaman. Var smá pirrrrrr út í hópafélagana í kvöld en þá kom Sigga vinkona í spiderman búningnum, hlustaði á mig, vafði utan um mig kóngulóavef og vaggaði mér þar til ég róaðist og bauð henni rauðvín. Sem endaði reyndar í hvítvíni, varaði hana samt við, sagði henni að þetta væri svona hvítvín sem að slagorðið "einu sinni smakkað þú getur ekki hætt" ætti vel við, og vitið menn ég hafði rétt fyrir mér merkilegt nokk. En svo að allir viti (þið tvö) hvað ég er að tala um þá var þetta hvítvínið "Sancerre" sem er ÓGEÐSLEGA gott frá Frakklandi, nammi nammi nammmm Wink En nú stendur hér ein tóm hvítvínsflaska ennþá jafn ÓGEÐSLEGA góð.

Annars er ég að fara í ómenninguna á morgun, planið er að heimsækja Rakel vinkonu og skipuleggja væntanlega Londonferð auk þess ætla ég að skella mér ásamt knúsulegu drengjunum mínum á Ronju ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu......ég hlakka voða til og drengjunum líkaJoyful

Vonandi hafið þið það sem allra best elskurnar mínar,

knús og kossarHalo


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband