Færsluflokkur: Bloggar
Ljóð í tilefni hversdagsleikans....
31.3.2010 | 15:55
FERÐATASKA MEÐ STJÖRNUM
Við búum hér á Íslandi, stórasta landinu
Við fólkið erum stór, falleg og sterk
Ég er stærri en dvergur og mús
Þú ert fallegri en blómálfur og sterkari en djús.
Jörðin er stærri en löndin öll, jörðin hefur hafið
hafið sem felur dularfull ókunnug lönd
Heimurinn og geimurinn eru báðir dimmir og bjartir, eins og Bjartmar og Sverrir Stormsker....
Geimurinn er í ferðatösku, sem dvergurinn heldur á
Við ferðumst í ferðatösku alla daga án þess að taka eftir því.
Dvergurinn ferðast með töskuna út um víðan völl.
Stjörnurnar og við fólkið erum þarna, lokuð inni
Stjörnurnar reyna stundum að brjótast út, þær vita meira en við.
Geimdvergurinn gætir þess að ferðataskan opnist ekki
Þegar stjörnurnar reyna að brjótast út þá detta þær eða hrapa
Þær hrapa til baka í dimmu ferðatöskunni og lenda mjúklega á botni töskunnar.
Hvað gerist er ferðataskan opnast?
Kannski verður bræla eða algjör sveitasæla.
Það skiptir ekki máli því núna erum við stór.
Við búum í stórasta landinu
Í ferðatösku með stjörnum, sem vita meira.
Höf.gb.
Lifið heil kæra fólk og fallegu stjörnur...!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór...
9.9.2009 | 18:15
Suma daga langar mig til að skrifa eitthvað fyndið á bloggið en dettur bara ekkert í hug, hugur minn flakkar um í minningunum og reynir að sjá eitthvað skondið sem gæti orðið skemmtileg bloggsaga, en ekkert finnst og ekkert er ritað. Ákvað að láta ekki þetta húmorsleysi stoppa mig í þetta sinn....
Síðustu helgi dvaldi ég í Mývatnssveit með drengjunum mínum hjá fjölskyldunni hans Bjarna. Eitt kvöldið við matarborðið ákvað ég að spyrja drengina mína hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. Daníel kvaðst ekki vita það. En Brynjar leit beint í augun mín og sagði "auðvitað ætla ég að vera ég, sama hvað ég vinn við, þá ætla ég samt bara að vera ég" Það er óhætt að segja að ég hafi orðið smá kjaftstopp við þetta gáfulega svar hans. Að sjálfsögðu er þetta rétt hjá honum, maður á ekki að verða að starfi sínu eða frama, maður á bara að vera maður sjálfur. Einfalt en samt stundum svo flókið! Ég hálf skammaðist mín yfir því að hafa spurt þá þessarar spurningar. Af því lífið á að sjálfsögðu ekki að snúast um það hvað maður ætlar að verða þegar maður verður stór. Lífið snýst um hvað maður er í dag, ekki satt?
Lifið heil....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fullkomin dagur...
3.9.2009 | 21:28
Við fórum í berjamó í gær sem er svo sem ekkert merkilegt þar sem að margur íslendingurinn fer á hverju hausti og tínir ber. En það var samt eitthvað svo ljúft að keyra með drengina upp á Þverárfjall, með nesti í poka og tómar krukkur til að fylla. Sólin tók á móti okkur og berin líka. Við vorum minnt á að veturinn er á næsta leyti með kaldri golunni sem náði að smjúga í gegnum okkar varnir, þannig að kuldahrollurinn lék um líkamann. Eftir örlitla stund lægði og sólin sendi okkur geisla sína, heita og notalega. Ég samdi við sólina um að fara hvergi, heldur eyða deginum með okkur í berjamó og það gerði hún. Lyngið var farið að láta á sjá og fallegir haustlitirnir farnir að skarta sínu fegursta. Berin biðu í röðum eftir að vera tínd, svo fallega blá á litinn. Ég hugsaði með mér að vera dugleg að tína þessar auðlindir sem móðir náttúrunnar færir okkur á silfurfati.
Nestið var dregið upp, kakó og dásamlegar veitingar frá Sauðárkróksbakarí. Síðan lágum við hlið við hlið og leyfðum geislum sólarinnar að dansa á okkur, kúrðum saman öll þrjú í lítilli laut og nutum þess að vera saman. Lokuðum augunum og hlustuðum á niðinn frá læknum skammt frá. Ég tók sérstaklega eftir því að engar randaflugur voru á sveimi, ekkert suð sem fær hárin til að rísa.
Þetta var fullkomin dagur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er svo skrítið með ljóðið....
14.8.2009 | 20:56
Það er svo skrítið með ljóðið hvernig það kviknar og vaknar af draumi dagsins eða af straumum fólksins. Stundum hitti ég fólk sem kveikir í mér! Fólk sem ýtir á "play" takkann og ég hugsa í ljóðum, endalaust. Annað fólk ýtir á "stopp" takkann og tekur jafnvel spóluna út og fleygir henni út á tún, þá tekur það mig stundum dálítinn tíma að finna spóluna aftur. Stundum nenni ég ekki að leita, loka huganum og loka ljóðinu. Mér líður best þegar spólan er á "play" þó ljóðin hljómi misjafnlega þá fá þau samt að streyma og verða til, hvort sem þau fljóta í gegnum hugann eða festast á blaði.
Kemur það stundum fyrir þig að þig langi til að skrifa en veist ekki hvað það ætti að vera. Þegar ekkert sérstakt verður að fá að ritast á blað, með eða án lína?? Hvernig er það, þarf hugurinn stundum að fá að svífa um í engu sérstöku og kannski verða að einhverju sérstöku bara fyrir þér?? Það sem þú getur ekki útskýrt fyrir öðrum en þekkir, skilur eða veist svo vel.....
Lítið krækiberjalyng
Ég horfi í allar áttir, stíg mörg skref, fram og til baka, aftur á bak og áfram.
Ég stíg oft á krækiberjalyng, án þess að stoppa án þess að hika
veit ekki af safaríku berjunum og fallega lynginu
gleymi að líta niður og sjá á hverju ég stend og hvers ég ætti að njóta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Úr einu í annað....
1.8.2009 | 12:33
Nú fer að styttast í að barnið komi! Aldurinn orðin réttur til að krúttið geti yfirgefið móður sína og við tekið við því með ást og kærleik. Reyndar er örlítill valkvíði á bænum þar sem við getum valið um stúlku eða pilt. Vona að stúlkan verði fyrir valinu, ekki endilega af því að stúlkan er stúlka heldur eru það litirnir sem prýða hana sem mér finnst svo heillandi! Nú er líka málið að leita sér að góðri ól á kisuna með stærðarinnar bjöllu svo hún fari nú ekki að eta þá fáu fugla sem eru hérna í hverfinu.
Síðustu helgi fórum við í bústað í Heklubyggð, drengirnir voru mjög stressaðir yfir því að Hekla myndi "kjósa"!! En úr því varð nú ekki.
Þar síðastliðna nótt dreymdi mig að ég væri stödd í Vestmannaeyjum, stóð í fjörunni með einhverju fólki sem ég þekkti ekki og átti að grípa þá steina sem myndu svífa úr sjónum. Ég horfði ofan í sjóinn og sá stóran fallegan stein sem mig langaði að taka en það mátti ég ekki. Ég mátti einungis taka þá steina sem kæmu svífandi með sjónum s.s. upp úr sjónum! Það voru tveir litlir steinar sem svifu til mín og lentu báðir á enninu mínu. Allt í einu dimmdi yfir og fólkið sem var með mér sagði mér að fara upp á einhvern pall fyrir framan fjörunna, þegar þangað var komið þá hrundu stór grjót niður úr himninum á fjörunna, þetta þótti öllum eðlilegt nema mér. Rétt á eftir kemur maður til mín og segir að drengirnir mínir séu á annarri eyju og þar sé farið á gjósa, ég verð mjög hrædd og flýti mér þangað til að sækja þá. Þar er gamalt hús alelda og drengirnir hlaupandi í kringum það glaðir og ánægðir, ég kalla í þá skelfingalostin, Daníel snýr sér við og kallar "það er eldgos, fjallið er að gjósa" og hleypur síðan aftur að húsinu þar sem eldslogarnir hafa komið við hverja fjöl. Eftir skamma stund næ ég að fá þá burt og leiði þá til frá húsinu...þeir glaðir og ánægðir en ég hrædd og óttaslegin.....síðan vaknaði ég...draumurinn búinn....!
Það er svo merkilegt hvað draumarnir mínir geta verið skrítnir en samt svo sterkir að þeir komast ekki úr huga mér, man suma drauma frá því að ég var lítil stelpa. Er samt sem áður engu nær hvað þeir þýða eða merkja.
Reyndar dreymdi mig einu sinni þegar að ég var ófrísk af Brynjari, hús í fallegu umhverfi, amma sem var og er dáin sat í ruggustól út á palli og Dúa frænka kom út úr húsinu en hún hélt á lítilli stúlku í fanginu, ungabarni. Ég skildi aldrei hvað þess draumur merkti, þar sem ég vissi að ég bar dreng undir belti og að Dúa frænka var sprell lifandi. Á fallegasta haustdegi 2006 dó Dúa, ætli þessi draumur hafi merkt að Dúa væri sú sem myndi deyja næst í fjölskyldunni?! Fyrst taldi ég að þetta hefði eitthvað með nafnagift að gera, var búin að velja nafnið Finnur á drenginn, en þegar hann fæddist þá gat ég ekki, sama hvað ég reyndi, að muna þetta einfalda nafn sem ég hafði valið. Það var því ákveðið að hann skyldi fá nafnið Brynjar.
Núna um helgina er Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki, undirbúningurinn tók góðan tíma og verð ég nú að segja að mótshaldarar hafi staðið sig vel. Nema þetta með veðrið, væri ekki frábært ef við fengjum bara úthlutað x mörgum rigningardögum, x mörgum sólardögum og x mörgum rokrassgatdögum?!?! Þá gæti hvert svæði pantað sólardaga sérstaklega fyrir viðburðadaga eins og þessa. Hér með hvet ég þann sem ræður þessari blessaðri veðráttu að skoða málið
Þar til næst....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru kökur nammi?
18.7.2009 | 17:28
Í dag er laugardagur, NAMMIDAGUR! Ég hef eitt mikilli orku í að rökræða við heitmann minn um hvort það sé réttlætanlegt að fara út í búð og versla inn heilan helling af nammi. Sjáið þið til við vorum á þvælingi í gær og enduðum í kaffi hjá mömmu gömlu, hún gaf okkur fullt af kökum með kaffinu, sem voru svona sæmilegar á bragðið. Þær voru s.s. ekki frá Sauðárkróksbakarí og ekki heldur heimabakaðar. Þetta voru sykursætar kökur úr Eyjafirði og þar að leiðandi sæmilegar!
En s.s. ég sagði við sykursnáðan minn "Það er svo langt síðan ég hef keypt nammi, mig langar að fara í dag og kaupa fullt fullt af nammi", "Nei Guðrún mín, þú fékkst kökur í gær, kökur eru nammi og við kaupum því ekkert nammi í dag" WHAT!! Hei á þetta að vera enn eitt spaugið, auðvitað eru kökur ekki nammi, ég meina þó að það sé sykur í þeim, þá er það bara alls ekki það sama. Nammi er svona meiri sykur og meiri lakkrís og meiri karamella og meira súkkulaði.....
Reyndar plataði ég elskuna í bakaríið áðan (Sauðárkróksbakarí) þar sem hann splæsti á mig einhverskonar samloku með kjúkling, beikon, grænmeti og sósu. Að sjálfsögðu notfærði ég mér hvolpaaugun, hallaði höfðinu aðeins til hægri og blikkaði augunum sakleysislega, bað samt ekki um neitt en hann horfði á mig og spurði hvort mig langaði í eitthvað fleira og að sjálfsögðu fékk ég mér kökubita, keypti tvo bita sem ég skipti á milli okkar, einn var svona með kryddbragði og karamellukremi hinn var með brúnum botni, bananamauki og súkkulaði kremi. ÞETTA VAR GEÐVEIKT GOTT
Samt sem áður hef ég ekki gefist upp varðandi það að kökur séu nammi, kökur eru bara kökur, nammi er nammi....Ég meina er hægt að segja að nammi sé kökur? Eða kökur eru nammi?? Uuuuuu leif mér að hugsa......NEI það er bara ekki hægt að segja það... og hana nú...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótrúlegt en satt.....
13.7.2009 | 15:01
Já, það hlaut að koma að því að Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir tæki sig á og bloggaði nokkur orð....
Það er óhætt að segja að margt hafi breyst síðan síðast, nú er búin að fjölga í fjölskyldunni! Náði mér í stilltan og vel upp alinn sveitapilt, en hann heitir því fagra nafni Bjarni Jónasson. Reyndar er hann Mývetningur, en þegar ég bjó í Fnjóskadal á mínum yngri árum þá hét ég sjálfri mér því að ég myndi ALDREI eiga mann sem væri Mývetningur, þar sem þeir væru allra montnustu gerpin sem hægt væri að finna á Íslandi!! Þessi ákvörðun byggðist á því að ég keppti stundum í Víðavangshlaupi og horfði á þessa montrassa með vanþóknun... ha ha já yfirlýsingar eru yfirleitt það sem maður þarf að éta ofan í sig, ekki satt??
Annars get ég líka frætt ykkur um það að við eigum von á enn einum nýjum fjölskyldumeðlimi, jú jú mikið rétt....við erum að fara fá okkur kisu, hvað annað??
Nýjasta sportið í þessari nýju fjölskyldu er golf, Daníel og Brynjar hafa nú eignast golfsett, ægilega ánægðir, þeir fara í golfskóla á virkum dögum og það gengur mjög vel hjá þeim. Reyndar kallar golfkennarinn (Óli) Daníel "þrykkjarann" en drengurinn vill aðalega skjóta langt og hefur litla þolinmæði fyrir púttinu. Á meðan Brynjar getur dundað sér með pútterinn alsæll.
Sjálf fór ég á námskeið í golfi og hef lítið gert síðan þá, tíbískur íslendingur, eyði pening í eitthvað og geri síðan ekkert meira með það. Held svei mér þá að það hefði verið hagstæðara að kaupa fótanuddtæki! Hef þessa fínu afsökun núna, "sorry á ekki sett, get ekki spilað" Ef ég læt verða af því að kaupa sett þá verður áhugavert að sjá hvort ég haldi áfram með tíbískaíslendingasindromið s.s. að það fái að dúsa inn í geymslu og safna ryki.
Hafið það gott elskurnar mínar og guð blessi ykkur
P.S.María mín, þú fyrirgefur sletturnar og málfæðina
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spennusaga...!
27.11.2008 | 15:06
Hamsturinn fór sína leið með rekaviðinn í sínum stað í stjörnunni, en af Guðrúnhvít og dvergnum er það að frétta að þau föðmuðust og kysstust ástarkossi... en bíddu.. dvergurinn fann eitthvað skrýtið... tennurnar voru eitthvað öðruvísi... hún brosti til hann og þá sá hann sér til mikillar skelfingar að hún hafði HAMSTRATENNUR!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Penninn sem neitaði að skrifa
27.11.2008 | 13:45
Hann var yfirfullur af bleki en neitaði að skrifa.
Ætli hann hafi vitað hvað ég vildi segja?
Ég krotaði fast og lengi en blekið sat sem fastast
þrjóskaðist við sama hvað ég reyndi,
storknað inn í forminu.
Penninn glataði hlutverki sínu þrátt fyrir að vera yfirfullur af bleki.
Höf.gob
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klukk
24.11.2008 | 23:14
Ég fékk "klukk" frá Palla óheppna frá Bolungarvík.......á víst að svara einhverjum spurningum....sjáum nú til hvernig það gengur...
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Leiðbeinandi hjá Leikskólanum Brúsabæ, Rækjuvinnslan á Bolungarvík (pillari, pakkari,prakkari og gæðagúrú), ræstitæknir á ýmsum stöðum og Verkefnastjóri hjá Sveitarf.Skagafj.
Fjórar bíómyndir sem eru í uppáhaldi:
Mýrin, Maður eins og ég, Englar alheimsins og Bíódagar...íslenskt já takk :-)
Fjórir sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:
Trúðurinn, Út og suður og ........
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Vestnes í Noregi, Bolungarvík, Reykjavík, Akureyri, Höfn og Skín við sólu Skagafjörður...
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Hvað er frí? Þegar ég er ekki heima hjá mér! Gisti eina nótt á öðrum stað? Fer í langt sumarfrí? hmmm Alltaf gott að fara til Akureyrar...;-)
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
www.skagafjordur.is , www.skagafjordur.com , www.mbl.is og www.feykir.is
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Skagfirskt kjöt, Skagfirski Sveitabitinn, Brauðið frá Sauðárkróksbakarí og bara allt sem er Skagfirskt....
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Hver er tilgangurinn, að lesa bækur oft....?
Fjórir bloggar sem ég ætla að klukka
Veit það nú ekki ennþá
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Akureyri
Akureyri
Akureyri
Með dvergunum sjö
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)