Færsluflokkur: Bloggar

Ef ykkur leiðist...

þá er málið að skrá sig í þetta... http://www.new.facebook.com/profile.php?id=522963972   


Nú er brjálað að gera hjá mér og þegar þannig stendur á þarf maður náttúrulega að skrifa smá á bloggið sitt. Næstu helgi mun ég drekkja mér í vinnu á Landbúnaðarsýningu sem haldin er hér í Skagafirði. Er náttúrulega svo mikill bóndi í mér...hehe..! En ég hlakka bara til, þetta verður gaman, við bjóðum náttúrulega upp á smakk eins og í fyrra, en í ár verður boðið upp á hrátt hrossakjöt, Mozarellaost, kúmenost, Hvannasúpu og Spesíur, sem klikka ekki Joyful .....

Ég kemst því miður ekki á rall í Rvík, væri svooo til í að fara, en nú er komið að alvöru lífsins barnsfaðir minn er búin með sitt fæðingarorlof og er farinn út á sjó, þannig að það er ekkert mömmufrí lengur.... Sem er reyndar alveg ágætt, sakna drengjanna alveg hrikalega mikið...Errm      En til að sitja ekki heima og skæla yfir rallýmissi, þá ætla ég að skella mér á Vestfirði með drengina og Dóru frænku.

Ég missti mig gjörsamlega í gærkveldi, en ég og Sigga vinkona fórum að skjóta, með hagglaranum hennar Siggu. DJÖFULL VAR ÞAÐ GAMAN Cool Ég gæti alveg hugsað mér að fara í þetta sport...!

Það er alveg ótrúlega gaman að vera með þetta blessaða blogg, þó ég sé einstaklega löt að skrifa, þá fær maður stundum skilaboð sem fær mann til að brosa örlítið meira en vanalega.... Grin

Knús og kossar

P.S. Ef ykkur leiðist þá kíkið á Landbúnaðarsýninguna, það verður gaman og margt gott að borða t.d. heilgrillað naut á laugardagskvöldinu....


Stjörnuspá dagsins, tekið með góðlátlegu leyfi mbl.is....

Ljón Ljón: Allt sem viðkemur andlegu lífi þínu er í brennidepli þessa stundina. Það mun reynast þér auðveldara en ella að sýna öðrum væntumþykju í dag.

Gefins hamstrar!

Frá fæðingu hamstraungana, hef ég eytt miklum tíma í að reyna komast að því hversu margir þeir eru. Talan hefur verið frekar breytileg, en í gær náði ég að telja þá alla og þetta eru átta helvítis kvikindi....já sæll, eigum við að ræða þetta eitthvað eða..?!?!!?

 Ef ykkur langar í hamstur eða hamstara þá endilega hafið samband og ég mun senda ykkur eitt helvíti í umslagi, merkt "Opnist varlega"

xxx


Skagafjarðarrall

Það var mjög gaman, hef sjaldan skemmt mér eins vel Wink Hitti fullt af áhugaverðu fólki, sem gaman var að tala við.......

Afsakið en ég er ekki að nenna að skrifa neitt að ráði í dag, er ennþá að jafna mig eftir helginaWhistling

 Knús knús


Bréf til vinkonu!

Ákvað að gefa ykkur innsýn inn í mitt líf, var að enda við að skrifa vinkonu minni bréf og hér kemur brot af því.........

....

Annars erum við komin með hamstur, sem er svo sem ekkert merkilegt, nema bara drengirnir þurftu að suða og suða til að fá hann, Dóri vildi ekki leifa þeim að eiga hamstur hjá sér. Þar er sko hundur og páfagaukur! Tveim dögum eftir að þeir voru búnir að versla kvikindið þá sendir Dóri mér sms „Hamsturinn er ófrísk“ Já sæll, ég var náttúrulega enganveginn tilbúin í að verða hamstraAMMA og nú er þetta kvikindi komið í hús búin að remba út úr sér nokkrum hamstradjöflum og ég bíð eftir því að þau drepist öll, hehe kærleikurinn alveg að drepa mig! Þessi kvikindi eru vakandi á nóttunni, mamman hleypur um allt búrið og litlu krílin láta heyra í sér. Hvers á ég að gjalda!;-)


Vel samið ljóð

HA HA

Hláturinn hann yljar mér
sama hvernig hann hljómar

Guðrún Bryneifs.
09.11.06

ÁTAK

já það hlaut að koma að því að litla stúlkan ætlar að taka sér tak...! Það er nú ekki hægt að semja ljóð um tölvuna sem neitaði að skrifa eða hvað?? Hvaða afsakanir hef ég? leti? já hugsanlega! Dreifbýlisvandi?? já það má segja það. Þar sem að háhraðatengingin er ekki komin í sveitina hefur það orsakað það að ég hef verið löt við að skrifa sögur, ljóð eða bölvað bull. En nú eru breyttir tímar..!! Þar sem að ég er nú flutt eina ferðina enn...já sæll!!

Heim að Hólum!


Já svona getur lífið verið...

VINUR Í GRENND.
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á, 
í víðáttu stórborgarinnar. 
En dagarnir æða mér óðfluga frá 
og árin án vitundar minnar. 

Og yfir til vinarins aldrei ég fer 
enda í kappi við tímann. 
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er, 
því viðtöl við áttum í símann. 

En yngri vorum við vinirnir þá,  
af vinnunni þreyttir nú erum. 
Hégómans takmarki hugðumst við ná 
og hóflausan lífróður rérum. 

"Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá, 
"svo hug minn fái hann skilið", 
 en morgundagurinn endaði á  
 að ennþá jókst mill´ okkar bilið. 

 Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, 
 að dáinn sé vinurinn kæri. 
 Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,  
 að í grenndinni ennþá hann væri. 

 Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd 
 gleymd´ ekki, hvað sem á dynur, 
 að albesta sending af himnunum send 
 er sannur og einlægur vinur.

 Þýtt  Sig. Jónsson tannlæknir

þorrablót...

Já þá fer nú bara að koma að því, þorrablótið er annað kvöld hvort sem mér líkar það betur eða verr, það verður hvort sem það er logn eða stormur..... Verð nú að viðurkenna það að ég er ekkert sérlega spennt yfir þessu, helmingurinn af gestunum kemst örugglega ekki vegna veðurs og ég meina ekki fara sveitungarnir að slást innbyrðis...!!

Annars er bara alveg ágætt að frétta úr sveitinni, datt í hug að gerast kanínubóndi, rækta kanínur, slátra þeim og selja....gæti meira segja látið uppstoppa nokkra hausa og selt sem minjagrip (vitið svona til að hengja upp á vegg). Held að þetta sé alveg frábær hugmynd ég meina kanínuhaus tekur miklu minna pláss heldur en tarfur eða eitthvað álíka......svo gæti ég líka þróað kanínubrúðuleikhús þar sem kanínur færu með aðalhlutverk...ég gæti litað feldina bleika, bláa gula o.þ.h.......ekki svo vitlaustHappy Ætla að pæla í þessu aðeins yfir helgina....kannski get ég þróað súran kanínumat.....

Góða helgi W00t


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband