Færsluflokkur: Bloggar
Fötin hans Binga og borg óttans!!!
22.1.2008 | 18:39
Já það er ekki að spyrja að því margt að gerast í pólitíkinni þessa dagana...
Fyrst þegar að ég heyrði umfjöllun um fatakaup Binga þá flaug inn sú hugsun hvort að þetta sé nú ekki bara gott mál. Það hefði nú verið verra ef að Bingi hefði verið gabbaður....eins og keisarinn. Það hljóta allir að hafa lesið bókina vinsælu "Nýju fötin Keisarans" En þar er Keisarinn gabbaður verulega og sprangar um nakinn fyrir framan saklausan almúgann. Er það eitthvað sem við hefðum viljað sjá Binga gera? Nei, ég held ekki. Mér líkar bara vel við hann í fötum þó ég viti nú ekki neitt um Adamsklæði Binga. Þó svo að klæðin kosti sitt þá held ég að ímynd Binga farnist betur í Herragarðsklæðum en Adamsklæðum!
Nú svo er komin nýr borgarstjóri í borg óttans! Ég hika ekki við að skrifa borg óttans í þessu tilviki. Hvað er að gerast??? Oft hefur nú mikið gengið á í borginni en þetta er nú mikið fall...
Spá dagsins: Dagur mun verða aftur borgarstjóri áður en langt um líður, húrra, húrra, húrraaaa...
Vona að þið eigið náðugt kvöld elskurnar,
Knús og kossar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í fréttum er þetta helst, stúlkunni þykir afskaplega leiðinlegt að brjóta saman þvott, hvað þá að ganga frá honum inn í skáp. Næsta setning myndi ekkihljóma vel ef hún kæmi úr munni karlmanns "ég sakna Emmu meira en mest þegar að hrúgan af hreinum óbrotnum saman þvotti er orðin of mikil" "Ja, hvað get ég sagt" segir stúlkan, "ég er remba"
Knús til þín Emma mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er þetta blogg ekki aðeins knúsulegra en hitt???
8.1.2008 | 15:19
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
OOOhhhh þetta er svooo erfitt!!!
8.1.2008 | 15:16
Já áttaði mig á því áðan að það er aldur og ævi síðan ég bloggaði síðast, algjör skömm að þessu......er búin að skrifa svipað væl á hitt bloggið mitt knusi-knus.bloggar.is og nú veit ég ekkert hvað ég á að gera..............!!!!!!!!!
Er sem sagt að reyna ákveða hvaða blogg ég ætla að nota...hmmmmm.........
En hvað um það dagurinn líður, og þetta er merkis dagur dagurinn í dag, ó já því hann Brynjar Már litli knúsukallinn minn á afmæli í dag, litlabarnið bara orðið sex ára....ég er að springa úr stolti. Við gáfum honum dúkkukerru í afmælisgjöf, ætlaði nú að hafa hana bleika en það var bara til blá. En Brynjar á sem sagt bangsa sem heitir Sunna og hann er voða duglegur að hugsa um hana, klæða hana í föt og svo er hann líka með litla vöggu sem hún sefur í.....
En jæja ég verð að halda áfram að vinna....
Knús og kossar elskurnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
babbarabbbaaaaa
2.2.2007 | 21:15
Það hlaut að koma að því......frestunaráráttan farinn að láta heyra í sér og hvað er annað betra en að skella nokkrum orðum inn á leynibloggið og sleppa því að vinna verkefnið sem hvílir á mér...
Það er nú helvíti langt síðan ég bloggaði síðast...búin að gera margt og mikið síðan síðast Fór til London en það var náttúrulega bara æðislegt, verslaði eins og brjáluð og lét eins og hin versti túristi Er búin að vera í einhverju leikhúsæði þennan mánuðinn, skellti mér á "Alveg brilljant skilnaður", sem var geggjað og síðan fór ég á "Stórfengleg" sem var líka geggjað..... En nú er ég sjálf byrjuð í leikfélagi hérna í sveitinni, en æfingar eru nú bara ný ný byrjaðar og ég strax farinn að skemmta mér konunglega
Vonandi hafði þið það sem allra best, elsku leynibloggfélagar og knúsulegir grænir geimverudvergar, knús og kossar úr Skagafirðinum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
P.S.
30.12.2006 | 01:40
Bara svona til að engin misskilingur eða kjaftasaga komist á kreik þá er hann Heimir sæti engin sem að ég þekki persónulega....heldur piltur sem kannski bekkjarfélagar mínir viti fyrir víst hver er..
hi hi hi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er málið að plana vel fram í tímann....skipulagning er af hinu góða!!!
30.12.2006 | 01:37
En planið er að vera hjá Sillu systur um áramótin, fara suður fyrstu helgina á komandi ári eða 2007 var alltaf að hugsa um 2008 hoppaði yfir BARA eitt ár. Önnur helgin á árinu er plönuð í flutninga en litli bróðir er að flytja í menninguna og þriðja helgin er áætluð leikhúsferð í Þingeyjarsýslu....kannski hitti ég Heimi sæta.....aldrei að vita...!!!! Fjórða helgin er áætluð til skíðaiðkunnar ef snjór verður komin á klakann en annars til lærdóms
Knús og kossar til ykkar elskurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
babbarabbabbbaaaa
25.12.2006 | 22:12
Gleðileg jól kæru leynibloggarar og knúsufólk,
Ég hef það bara þokkalegt svona yfir hátíðarnar, er reyndar smá einmanna þar sem að drengirnir mínir eru hjá pabba sínum En reyni að vera dugleg að knúsa fólkið sem stendur mér næst gefa ást og hlýju því þá líður manni alltaf betur he he ægileg dramadrottning
Ætla að skella mér til Emmu minnar á morgun á Akureyri, aldrei að vita nema maður skelli sér á skíði 27 og 28 EF að skíðasvæðið verður opið og veðrið verður gott
Jólaknús og kossar til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
próf eftir70 min...
15.12.2006 | 11:57
þá er komið að því, síðasta prófið...er búin að læra geðveikt mikið...he he byrjaði í gær!! rosa dugleg stelpa
Síðan mun ég bruna á aðalstaðinn á landinu Sauðárkrók og láta skoða augað mitt eina ferðina enn, en það var tekin stroka um daginn og hún týndist!!! Þannig að nú verð ég að fara aftur En þýðir lítið að vorkenna sér yfir því, er nú að fara til London á morgun ég hlakka til
Hafið það gott elskurnar mínar
Knús og kossar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mánudagur til mæðu
11.12.2006 | 11:40
Laugardagskvöldið var bara frábært, voða gaman en lítið um rauðvínssull það var eiginlega meiri ástríða í gangi. Set inn nokkrar pick-up línur hér til gamans
Hæ ertu með síma í töskunni, má ég fá hann?? (settu inn númer og nafn og skrifaðu sæti eða sæta)
Viltu franskar??
Má ég prufa húfuna þína??
Þú ert einstök!!
Ef að einhver væri í sjálfsmorðshugleiðingum og þú kæmir til hans og brostir þá myndi hann hætta við!!!
Þú ert sæt!!!
Þú ert ekki óheppin í framan!!!
Uppá hvaða fótboltalið heldur þú?? Viltu horfa með mér á leik í fyrramálið??
Vonandi eigið þið góðan dag knúsurnar mínar, er sjálf að fara í próf á eftir, knús og kossar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)