Fötin hans Binga og borg óttans!!!

Já það er ekki að spyrja að því margt að gerast í pólitíkinni þessa dagana...

Fyrst þegar að ég heyrði umfjöllun um fatakaup Binga þá flaug inn sú hugsun hvort að þetta sé nú ekki bara gott mál. Það hefði nú verið verra ef að Bingi hefði verið gabbaður....eins og keisarinn. Það hljóta allir að hafa lesið bókina vinsælu "Nýju fötin Keisarans" En þar er Keisarinn gabbaður verulega og sprangar um nakinn fyrir framan saklausan almúgann. Er það eitthvað sem við hefðum viljað sjá Binga gera? Nei, ég held ekki. Mér líkar bara vel við hann í fötum þó ég viti nú ekki neitt um Adamsklæði Binga. Þó svo að klæðin kosti sitt þá held ég að ímynd Binga farnist betur í  Herragarðsklæðum en Adamsklæðum!

 Nú svo er komin nýr borgarstjóri í borg óttans! Ég hika ekki við að skrifa borg óttans í þessu tilviki. Hvað er að gerast??? Oft hefur nú mikið gengið á í borginni en þetta er nú mikið fall...

Spá dagsins: Dagur mun verða aftur borgarstjóri áður en langt um líður, húrra, húrra, húrraaaa...Smile

 Vona að þið eigið náðugt kvöld elskurnar,

Knús og kossarJoyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

He he er styðjandi adamsklæða fyrir suma allavegana ok viðurkenni það Adamsklæði fyrir fallegt fólk um dettur strax nokkrir æí hug hehe Ljóðin þín eru dásamleg og flott nýja myndin skotta.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 23.1.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband