þorrablót...
8.2.2008 | 15:43
Já þá fer nú bara að koma að því, þorrablótið er annað kvöld hvort sem mér líkar það betur eða verr, það verður hvort sem það er logn eða stormur..... Verð nú að viðurkenna það að ég er ekkert sérlega spennt yfir þessu, helmingurinn af gestunum kemst örugglega ekki vegna veðurs og ég meina ekki fara sveitungarnir að slást innbyrðis...!!
Annars er bara alveg ágætt að frétta úr sveitinni, datt í hug að gerast kanínubóndi, rækta kanínur, slátra þeim og selja....gæti meira segja látið uppstoppa nokkra hausa og selt sem minjagrip (vitið svona til að hengja upp á vegg). Held að þetta sé alveg frábær hugmynd ég meina kanínuhaus tekur miklu minna pláss heldur en tarfur eða eitthvað álíka......svo gæti ég líka þróað kanínubrúðuleikhús þar sem kanínur færu með aðalhlutverk...ég gæti litað feldina bleika, bláa gula o.þ.h.......ekki svo vitlaust Ætla að pæla í þessu aðeins yfir helgina....kannski get ég þróað súran kanínumat.....
Góða helgi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.