Ferðalag

Nú er málið orðið alvarlegt, búin að bóka ferð til London 15 des.  Á reyndar eftir að skoða gistimöguleika betur, en það kemur nú vonandi á morgun. 

Síðast liðin tvö ár hef ég skellt mér til Akureyrar og gist á Gulu Villunni eina nótt.....en nú er litli lubbinn farin að vera góður með sig og þá dugar ekkert annað en Londonferð Wink ekki það að ég hafi haldið að það yrði ekkert úr þessu tali nei nei hafði nú alveg fulla trú á þessu Whistling 

Á morgun mun ég að öllum líkindum vera föst heima hjá mér þar sem að yngri knúsukallinn minn er lasin. Þetta er búið að vera pesta haust hjá okkur, gæti verið vegna skorts á rými...ca 50 fm íbúð en það er ekki sérlega stórt. Til að leysa úr þessu vandamáli munum við flytja í stærra húsnæði eftir nákvæmlega 184 daga (notaði dagatal og calculatorinn í tölvunni til að reikna þetta út). Já já Guðrún kella er nú dulítið klár he he Cool Ég veit nú samt ekki hverjum hlakkar mest til að flytja mér eða drengjunum, en við munum stækka við okkur um 60 fm. sem sagt fara í 110 fmW00t jú jú það eiga örugglega allir eftir að fá mikla víðáttufælni. Daníel er búin að vera að standa í samningaviðræðum við mig um það að þegar að allir fá sér herbergi þá þurfi ég að kaupa sjónvarp og græjur í þau öll Joyful Síðan segist hann ætla sjálfur að kaupa sér play station, af því að hann á svo marga peninga í sparibauknum sínum. En ég vinn í því að eyða þessum stórkostlegu ranghugmyndum hjá honum Wink

Annars nóg um blaður og bull í kvöld elskurnar, óska ykkur góðra drauma

Knús og kossar Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

góða ferð til Lundúna

Ólafur fannberg, 28.11.2006 kl. 08:57

2 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

hélt að- við ætluðum saman á sólarstönd er í fýlu

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 28.11.2006 kl. 22:25

3 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

 en það lagast ef þú kemur srax í heimsókn

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 28.11.2006 kl. 22:30

4 Smámynd: Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir

Emma mín...kem til þín líklega laugardagskvöldið 9. des. og fæ kannski að kúra í holunni þinni.

Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 29.11.2006 kl. 01:24

5 Smámynd: Ólafur fannberg

ha var hún ekki að meina mig að koma með á ströndina

Ólafur fannberg, 30.11.2006 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband