Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
183 dagar til flutninga
29.11.2006 | 15:32
já það er ekki að spyrja að því þetta styttist óðum og ég verð latari með degi hverjum, nenni ekki að taka til af því að ég er nú að fara að flytja....bara 183 dagar í það!!
Annars er ég á fullu í lærdómi, er núna að gera verkefni með tveim stúlkum um Hrísey í tengsum við heilsutengda ferðaþjónustu, sem er mjög skemmtilegt og áhugavert. En ég sem sagt ELSKA Hrísey
Annars er lítið að frétta hér á fyrrverandi höfuðstað Norðurlands, skrifa meira í kvöld eða ekki!!!
Knús knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ferðalag
28.11.2006 | 01:16
Nú er málið orðið alvarlegt, búin að bóka ferð til London 15 des. Á reyndar eftir að skoða gistimöguleika betur, en það kemur nú vonandi á morgun.
Síðast liðin tvö ár hef ég skellt mér til Akureyrar og gist á Gulu Villunni eina nótt.....en nú er litli lubbinn farin að vera góður með sig og þá dugar ekkert annað en Londonferð ekki það að ég hafi haldið að það yrði ekkert úr þessu tali nei nei hafði nú alveg fulla trú á þessu
Á morgun mun ég að öllum líkindum vera föst heima hjá mér þar sem að yngri knúsukallinn minn er lasin. Þetta er búið að vera pesta haust hjá okkur, gæti verið vegna skorts á rými...ca 50 fm íbúð en það er ekki sérlega stórt. Til að leysa úr þessu vandamáli munum við flytja í stærra húsnæði eftir nákvæmlega 184 daga (notaði dagatal og calculatorinn í tölvunni til að reikna þetta út). Já já Guðrún kella er nú dulítið klár he he Ég veit nú samt ekki hverjum hlakkar mest til að flytja mér eða drengjunum, en við munum stækka við okkur um 60 fm. sem sagt fara í 110 fm jú jú það eiga örugglega allir eftir að fá mikla víðáttufælni. Daníel er búin að vera að standa í samningaviðræðum við mig um það að þegar að allir fá sér herbergi þá þurfi ég að kaupa sjónvarp og græjur í þau öll Síðan segist hann ætla sjálfur að kaupa sér play station, af því að hann á svo marga peninga í sparibauknum sínum. En ég vinn í því að eyða þessum stórkostlegu ranghugmyndum hjá honum
Annars nóg um blaður og bull í kvöld elskurnar, óska ykkur góðra drauma
Knús og kossar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Til hamingju Guðrún.....
27.11.2006 | 19:44
náði náði náði blessaða sjúkraprófinu í rannsóknaraðferðum... þó ekki himinhá einkun en ég er sko alveg sátt 7,5 var það og geri dvergar betur Nú er bara að býða eftir næstu niðurstöðu og halda áfram að lærilærilæri.
Knús og kossar til ykkar súkkulaðikökurnar mínar (óóóó já er ennþá að leifa mér að dagdreyma)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lærilærilær!!!
26.11.2006 | 21:11
How is life kæru leynibloggarar og gáfaða fólk?
Líf mitt er bara voða mikill lærdómur þessa dagana, en gef mér samt tíma í að dagdreyma um London þegar að prófin verða búin. Er víst búin að lofa Rakel vinkonu að fara með henni...en veit samt ekkert um hversu alvarlegt málið er...!!! Hmmm gæti verið að ég þurfi að fara að hugleiða að leggja fyrir smá aur svo ég geti spreðað einhverju þ.e.a.s ef þessi ferð er alvara
Nú í augnablikinu læt ég mig dreyma um súkkulaðikökuna sem að Emma fékk í gær í staffapartýinu, hún hlýtur að hafa verið geðveikt góð nammi nammmm, hún er það a.m.k í dagdraumunum mínum!!
Veit ekkert hvað ég á að bulla í ykkur meira er að hugsa of mikið um náttúrutengda, heilsutengda og menningartengda ferðaþjónustu
Knús og kossar elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
HA HA HÆÆÆ
25.11.2006 | 18:28
Það tókst....náði að búa til albúm...jebbsilí debbsílí myndirnar eru flokkaðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndir
25.11.2006 | 18:18
Jæja nú hef ég afrekað að setja nokkrar myndir inn á leynibloggið mitt, ekkert flokkað, allt í bland en þó einhverjar myndir. Var einmitt hugsað til geimverunnar sem lifir tvöföldu lífi (dvergbondgeimvera)og ákvað að deila minni stóru og miklu reynslu af köfun í myndformi!!! Góða skemmtun
Annars er nú ekkert merkilegt að frétta af mér...dreymdi reyndar draum í nótt...en árla morguns fletti ég í nýju draumaráðningarbókinni minni sem ég keypti á netinu um daginn...en þar var sagt að ég væri ekki að forgangsraða rétt og því gæti farið illa fyrir mér...hmmmm...gæti verið þessi frestunarárátta hjá mér í tengslum við próflestur og ritgerðasmíð!!!
Annars elskurnar njótið myndanna og hafið það náðugt í kveld.
Knús og kossar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljóð
22.11.2006 | 12:36
Dvergar eru litlir
Geimverur eru næstum alltaf eins
og frekar skrítnar
Ég er lítil, skrítin og reyni að vera eins
Ó nei, ég er dverggeimvera
Höf: Guðrún Brynleifs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eru ferðalög skemmtileg?
20.11.2006 | 19:53
Nú er prófið löngu búið sem ég var að lesa fyrir um daginn.......það gekk svona skítlega!!! Nú er ég enn og aftur haldin mikilli frestunaráráttu...því senn líður aftur að prófi í þessum skemmtilega fagi!!! Ég skellti mér til Hríseyjar á laugardaginn sem var frábært, elska Hrísey, en við vorum að taka viðtal við hin eyjaskegginn!!! Eftir dásamlega ferð í Hrísey skelltum við okkur til Akureyrar á Greifann þar sem við gæddum okkur á mjög góðum borgurum.
Leiðin heim í Skagafjörð var því miður ekki skemmtileg, því konan á bingókúlunni fékk illt í magan. Nú voru góð ráð dýr, hvað átti kella að gera, planið var að stoppa á Hálsi og misnota klósettið þar en nei nei heimreiðin var ómokuð og engin bíll fyrir utan, þó virtist vera ljósglæta í húsinu en ökumaður bifreiðarinnar var ekki tilbúin til að taka þá áhættu. Nú var að duga eða drepast, best að halda í sér í ca klukkustund.....!!!! Það var ekki samþykkt af miklum þrýstingi þar neðra!!!! Á skiltinu hjá Þelamörk stóð LOGN -15 en þessar upplýsingar stóðu fastar í minniskubb konunar á bingókúlunni, en þrátt fyrir það varð þrýstingurinn og verkirnir ennþá meiri og stjarnan var farinn að kvarta, þó að hún sé nú mjög öflug og sterk þá var þetta eitthvað sem að hún var ekki að höndla. Ökumaður bifreiðarinnar fann ákjósanlegan stað til að stoppa og þar skreið konan út sveitt af magakvölum, og skreið bak við hól þar sem losað var um þennan mikla þrýsting. Mikil fagnaðarlæti áttu sér stað neðra!!!!! Þegar að fagnaðarlátunum lægði, var hreinsað til á partý staðnum og haldið til bifreiðarinnar. Eftir að ökumaðurinn hafði ekið í ca 3 mín. Hófust kvalirnar aftur hjá saklausu konunni, jú mikið rétt þar þurfti að stoppa aftur og konan hljóp bak við hól, en það varð víst ein ragetta eftir, stór bomba..!!! En það sem gerst hefur er að ragettan fraus þegar að hún var á leiðinni að springa í fyrra skiptið því það vantaði ekki frostið þarna á heiðinni. En eftir þessa bombu gekk keyrslan vel og þrýstingurinn lét ekki sjá sig það sem eftir var að kvöldinu.
Vonandi varð ykkur ekki meint af elskurnar mínar ég minni á hitt bloggið mitt sem ég er aðeins virkari á, þetta er svona leyni bloggið mitt, það er bara gáfað fólk sem finnur þetta blogg
Hafið það annars bara gott elskurnar,
Knús og kossar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Frestunarárátta!!!
15.11.2006 | 23:15
Kæru félagar,
Ég stofnaði þetta blogg bara svona óvart ef svo má segja, bara svona þegar að maður á að vera að lesa undir próf þá fer maður allt í einu að vafra á netinu og eitt leiðir að öðru. Þetta er svona þegar að ég get ekki tekist á við námsefnið. Vona nú að það séu einhverjir fleiri þarna úti eins og ég...hhmmmmhhhaaaa!!!
En þetta verður stutt í dag samviska rannsóknaraðferða kallar hátt og ég ætla að fylgja henni í gegnum kenningar af áræðanleika og trúverðugleika.
Knús til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggið tileinkað vinkonu minni henni Emmu!!!
15.11.2006 | 22:54
Knús og kossar Emma mín, þú ert bestust
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)